Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Page rifjar upp kynlíf sitt með kvenkyns meðleikara sínum í Juno: „Hún hafði miklu meiri reynslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elliot Page opnar sig um fyrri kynlífsreynslu í nýrru ævisögu sem ber nafnið Pageboy. Þar segir hann meðal annars frá heitu ástarsambandi sem hann átti við Oliviu Thirlby, er þau léku saman í Indy-myndinni Juno árið 2007.

Leikarinn sem kom út sem Transmaður árið 2020, rifjar upp í bókinni er hann átti fyrst í „hæfilega samþykktu“ kynlífssambandi við konu, en Elliot var á þeim tíma kona. Leikarinn var þá að tala um samstarfskonu sína, leikkonuna Oliviu Thirlby en þau áttu í kynferðislegu sambandi við tökur á Juno í Vancouver árið 2007.

„Mér brá þegar ég sá Oliviu fyrst,“ skrifaði hann. „Lífleg og djörf, langa brúna hár hennar hreyfðist í hægagangi (e. slow motion). Við vorum jafnaldrar en hún virtist svo miklu eldri, fær og í jafnvbægi. Kynferðislega opin, langt frá því sem ég var á þeim tíma. En kemestrían var áþreyfanleg, hún dró mig inn.“

Page og Thirlby við tökur á Juno árið 2007

Page, sem er 36 ára, sagðist hafa verið „vandræðalega feiminn“ í kringum leikkonuna, sem lék Leah í kvikmyndinni Juno.

„Hún hafði miklu meiri reynslu,“ sagði hann. „Ég var lokaður. Það var sjaldgæft að ég hleypti einhverjum inn en mér leið þægilega með henni og ég byrjaði að ota hausnum út úr skelinni. Við urðum vinir fljótt og eyddum miklum tíma saman.“

The Umbrella Academy stjarnan rifjaði upp fyrsta skiptið sem þau stunduðu kynlíf saman en þá var Page í heimsókn á hótelherbergi Thirlby.

- Auglýsing -

„Hún var að fara að undirbúa hádegismat þegar hún leit beint á mig og sagði „ég laðast mjög að þér“. „Uh, ég laðast mjög að þér líka“. Á þessu augnabliki byrjuðum við að sjúga andlit. Þetta var byrjað. Ég hafði alltumlykjandi löngun til hennar, hún fyllti mig löngun sem var ný fyrir mér, vongóð.“

Hann útskýrði: „Þetta var í eitt af fyrstu skiptunum sem einhver lét mig fá það, fyrsta skiptið sem ég opnaði mig. Og við byrjuðum að stunda kynlíf öllum stundum: í hótelherbergi hennar, í hjólhýsunum okkar í vinnunni, einu sinni í pínulitlu einkaherbergi á veitingastað.“

Page sagði að þær hafi haldið að þær hafi verið „lúmskar“ varðandi samband þeirra og að hann hafi ekki verið viss hvort mamma hans, Martha Phillpotts, sem dvaldi í tveggja svefnherbergja hótelherbergi hans á meðan á tökum stóð, „grunaði“ eitthvað.

- Auglýsing -

„Hún hélt sennilega að við Olivia hefðum bara orðið svona fljótt vinir,“ skrifaði hann. „Sem var rétt. En samt, ég faldi þetta. Olivia kom á hótelherbergi mitt kannski einu sinni.“

Eftir að hafa eitt tíma með Thirlby og skoða hina kanadísku borg með vinum sínum, sagðist Page hafa fundist hann „endurnærður“ eftir reynslu hans við tökur á Juno. „Við kvöddumst á krullusvelli (e. curling rink), mjög kanadískt kveðjupartý,“ sagði Page frá í bókinni. „Hjarta mitt kvaldist á leiðinni heim.“

Thirlby, sem nú er 36 ára, kom út sem tvíkynhneigð árið 2011 þar sem hún sagði Brooklyn Magazine: „Ég er ekki 100 prósent gagnkynhneigð … ég er svo heppin að vera í vinnu sem leyfir mér að vera ekki í skápnum.“ Hún giftst Jacques Pienaar árið 2014.

Sama ár kom Page út sem samkynhneigður, en árið 2020 tilkynnti hann að hann væri transmaður.

E News! fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -