Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Pete Davidson kallar Kim Kardashian kærustu sína í fyrsta sinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grínistinn og leikarinn Pete Davidson kallaði Kim Kardashian kærustuna sína opinberlega í fyrsta sinn í viðtali í sjónvarpsþætti People.

Saturday night live stjarnan talaði um lífið í sviðsljósinu og sagðist hvorki vera á Instagram né Twitter. „Meirihlutinn af mínu daglega lífi fer í að fara upp í bíla og koma mér á sett.“

Pate Davidson. Skjáskot: People TV.

„Eða, ef ég er í fríi, þá eyði ég annað hvort tíma með vinum mínum eða hangi inni með kærustunni minni. Þannig að ég geri nú ekki mikið,“ sagði hann og vísaði þarna í Kim Kardashian. Sögur komust fyrst á kreik um samband Davidson og Kardashian í október þegar hún kom fram í þættinum Saturday Night Live. Þar léku þau saman í grín-skets og kysstust, í hlutverkum Disney-parsins Jasmínar og Alladíns.

Síðar í sama mánuði náðust myndir af parinu haldast í hendur í rússíbana í skemmtigarði. Þar voru þau með Kourtney Kardashian, systur Kim og unnusta hennar, Travis Barker.

Síðan þá hefur sést til þeirra Kim og Pete saman við ýmis tækifæri, til dæmis þegar þau fögnuðu afmæli hans í Palm Springs í nóvember síðastliðnum og á stefnumóti á Staten Island í desember. Pete Davidson er sjálfur frá Staten Island. Í janúar sást til þeirra í góðum gír saman í fríi á Bahamas.

Nýverið sagði heimildamaður tímaritinu People að samband Kardashian við Pete væri nákvæmlega það sem hún þyrfti eftir skilnaðinn við Kanye West. Kardashian sótti um skilnað í febrúar á síðasta ári, en þau West höfðu verið gift í sjö ár og eiga fjögur börn saman.

- Auglýsing -
Kim Kardashian. Mynd: Instagram/Kim Kardashian

Heimildamaður People sagði samband þeirra Kardashian og Davidson „skemmtilegt og frískandi“. Hann sagði ennfremur að Kardashian þætti Davidson búa yfir mörgum góðum kostum.

„Hann kemur henni til að hlæja. Hann kemur mjög vel fram við hana. Hann sýnir því mikinn skilning að börnin eru í forgangi hjá Kim. Kim þykir mikið til þess koma hversu mikið Pete leggur á sig til þess að hitta hana,“ segir heimildamaðurinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -