Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Pétur Jóhann sagði sig úr Kirkjunni: „Klukkan tvær mínútur yfir fimm … um nótt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er ástæðan að fólk á ekkert að vera á netinu … drukkið,“ sagði grínistinn og gleðigjafinn, Pétur Jóhann Sigfússon sem sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Samtalið hafði snúist um ólíkar birtingamyndir einstaklinga í raunheimum og á netheimum.

„Talandi um að vera búinn að fá sér aðeins of mikið,“ segir Pétur og segir frá því þegar hann sagði sig einu sinni úr íslensku þjóðkirkjunni. „Prestsonurinn sjálfur,“ skýtur Þorkell Máni inn í sem einnig var viðmælandi í þættinum.

„Já, en ég sagði mig sko ekki úr henni. Ég gekk ekki alla leið,“ segir Pétur Jóhann og býðst til að finna umræddan tölvupóst. „Ég er ekki stoltur af þessu,“ segir hann eftir að hafa viðkennt að þetta sé ekki partur af fréttum vikunnar en póstinn skrifaði hann 2012.

„Klukkan tvær mínútur yfir fimm … um nótt,“ útskýrir hann og segist hafa verið nýbúinn að lesa frétt sem tengdist Kirkjunni.

„Þetta er auðvitað alveg eins og foreldrar mínir séu systkini eða eitthvað,“ segir Pétur Jóhann og uppsker mikinn hlátur. Pétur hefur lesturinn á póstinum sem hann sendi á [email protected]:

„Sæl verið þið öll …“

- Auglýsing -

Þorkell Máni grípur fram í: „… eins og það hafi verið margir að lesa póstinn.“

„Ég er að hugleiða að segja mig úr Þjóðkirkjunni. Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem gæti sannfært mig um annað. Bestu kveðjur Pétur Jóhann.“

Hljóðver Bítisins ætlar um koll að keyra svo mikill er hláturinn.

- Auglýsing -

„Það kom svakalegt svar hérna frá þeim,“ segir Pétur Jóhann og útskýrir að honum hafi borist svar frá Kirkjunni, öðrum viðstöddum til mikillar undrunar.

„Já, já já – Þó á aðeins kristilegri tíma,“ svarar Jóhann Pétur.

Hann stiklar á stóru frá svarinu sem honum barst frá Kirkjunni.

„Leitt að heyra að þú sért í þessum hugleiðingum. Þjóðkirkjan vill að sjálfsögðu hafa þig innanborðs – og svona sko,“ og útkýrir að hann hafi ekki viðhaldið samtalinu og segir í gríni að hann hafi sett allt innanbúðar hjá Kirkjunni á aðra hliðina.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -