„Ég fór bara inn í klefa og fór úr brókinni og aftur í íþróttabuxurnar og kláraði æfinguna með stæl og ég hef ekki farið í brók síðan,“ sagði Camilla Rut áhrifavaldur og útvarpskona í gærmorgun.
Þá ræddi hún málið við Kristínu Sif útvarpskonu, Ásgeir Pál og Jón Axel þáttastjórnendum útvarpsþáttarins Ísland vaknar á K100 í gær. Camilla sagði að ákvörðun hennar um að hætta að ganga í nærbuxum í ræktinni hefði verið vegna þess hve óþægilegt var að gera æfingar í nærbrók.
Camilla, sem er vinsæll áhrifavaldur ræddi nærbuxnamálin á Instagram og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Hún sagði mikilvægt að huga að píkunni sem væri svo fullkomin að lítið mætti út af bregða til þess að það komi blöðrubólga eða sveppasýking. Í umræðunni á Instagram sagði hún að fjöldi píkueiganda hafi hætt að ganga í nærbuxum og það hafi í raun gjörbreytt píkuheilsunni.