Playboy-stúlkan Ariane Bellamar er látin en hún var aðeins 46 ára gömul. Samkvæmt dánarvottorði sem fjölmiðlar vestanhafs hafa undir höndum fékk fyrirsætan hjartaáfall á aðfangadag í fyrra. Auk þess að vera fyrirsæta kom hún fram í þáttunum Beverly Hills Nannies og The Millionaire Matchmaker. Þá lék hún einnig lítil hlutverk í kvikmyndunum Suicide Squad og The Hangover Part III. Hún komst í fréttirnar árið 2017 þegar hún ásakaði Entourage leikarann Jeremy Piven um að hafa káfað á sér á kvikmyndatökustað og í Playboy-höllinni en Piven neitaði ásökunum hennar. Fyrrum eiginmaður Bellamar hefur stofnað til GoFundMe fyrir jarðarfarkostnaði fyrirsætunnar.