Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Plötugagnrýni Hilmars – Sorglegur svanasöngur Peter Gabriel?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

I/O er 9 platan frá Peter Gabriel. Síðasta platan með frumsömdu efni var Up sem að kom út árið 2002, að vísu sendi hann frá sér hina undurfögru tökulaga plötu „Scratch my back“ árið 2008.

Áður en ég hlustaði ákvað ég að gera mitt besta í því að leggja allt fyrra efni frá honum til
hliðar, og ekki gera mér of miklar vonir þó svo að biðin hafi verið löng, og alls ekki að fara að bera hana saman við meistaraverkin Us og So. Í boði eru 2 útgáfur „Bright side mix “og „Dark side mix.“ Ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra, þau eru bæði góð þó svo að dark side mix eigi betur við núna í skammdeginu. Þetta er mjög skemmtileg nýjung hjá honum sem að ég vona að fleiri fari að tileinka sér. Hinn 73 ára gamli listamaður byrjaði á því snemma árs að gefa nokkur lög út á fullu tungli áður en að platan kom út. Sjálfur sér hann um upptöku stjórn ásamt Brian Eno og Richard Russell. Á plötunni eru hinir ýmsu hljóðfæraleikarar en sjálfurspilar hann á píanó hljómborð perúska gítarinn Charango og glasahörpu og ber helst að nefna Tony Levin á bassa, David Rhodes á gítar, Manu Katché á trommur og Melanie Gabriel í bakröddum.

Platan fer vel af stað og opnar með smellinum „panopticom“ sem að er ágætis popplag með
drunga, hálfgert bipolar lag sem flakkar á milli jarðarfarar og næturklúbbs. Næst tekur við
lagið the „court“ sem er fagur hittari með sterkum texta. Nú kemur þessi fallega lágstemda
ballaða „Playing for time“ fagur píanóleikur kveður á við strengi, lagið er lágstemmt og fagurt með sterkum millikafla. Nú dettur platan niður með titillaginu i/0 lagið er ekki slæmt þannig séð heldur bara frekar venjulegt popplag sem fer inn um annað og út um hitt. Næst er það lagið „For kinds of horses“ sem að mér finnst lang besta lag plötunnar svo undurfagurt og svo sterkt að meira að segja harðkjarna togarajaxlar munu fá tár í augun og gæsahúð. Dásamlegur bassaleikur Tony Levine sem hefur starfað með Gabriel lengi fær að skína skært og njóta sín.

Nú er það „Road of Joy“ frekar ómerkilegt lag eins og eitthvað sambland af Steam og Kiss that frog, bara verulega leiðinlegt í alla staði. Nú tekur við eitt af fegurri lögum plötunar „So much“ sem er virkilega fagur ballaða. Nú poppast allt upp með laginu „Olive tree“ lagið er ágætt en mér finnst Gabriel vera farinn að endurtaka sig og er ég farinn að þreytast við hlustun. „Love can heal“ er ekki alveg að gera sig þó svo að dóttir hans Melanie syngi í því eins og engil en þarna er kallinn að endurtaka sig enn og aftur sem að gerir ekkert fyrir plötuna annað en að lengja hana.

Lagið „This is home“ er næst, flott lag sem reynir að hífa plötuna upp úr þessum botnlausa pytti sem hún er komin í. Ég er farinn að  þreytast verulega enda búinn að vera að hlusta á hana í yfir 50 mínútur og ennþá eru tvö lög eftir. Nú er það lagið „And still“ og er það ekki gott, eiginlega bara leiðinlegt í alla staði.

Lokalag plötunnar er hið fallega „Live and let live og í því er von jákvæðni og fegurð sem er
fallegur endir eftir að hafa teygað myrkrið í gegnum dimma dali Gabriels. Platan er alltof löng, heilar 68 mínútur sem allir vita að boðar ekki gott. Lögin eru misjöfn „4 kinds of horses” „The court“ og „So Much“ standa uppúr og get ég trúað því að þau eigi eftir
að lifa ágætlega þó svo að þau verði aldrei hans bestu lög, en hin níu eru bara ekkert
merkileg og alltof löng.

- Auglýsing -

Peter Gabriel var þekktur fyrir það á sínum sólóplötum að vera með lögin í venjulegri lengd og fyrir það að semja stóra hittara sem voru samt ekki gerðir í þeim eina tilgangi að vera hittarar heldur voru þeir frumlegir og fullir af töfrum en svo kom Up. Sú plata leið fyrir það hversu löng lögin voru og fékk hún ekki mikla spilun í kjölfarið og það er eins með þessa og verður þetta aldrei ein af hans betri plötum. Hérna er ekkert lag í rauninni mjög sterkt, ekkert Blood of Eden, ekkert Mercy Street, ekkert Family Snapshots, ekkert Shock the monkey. Það sorglega við plötuna er það að hann byrjaði að vinna hana samhliða Up 2002 og hafði yfir 20 lög til þess að velja úr en niðurstaðan voru þessi 12 lög og eru 12 lög alltof mikið fyrir þessa plötu vegna lengdar en átta lög max hefðu gert plötuna betri. Hinsvegar er þetta yfirleitt með verk sem að eru of lengi í vinnslu lenska að þau floppi og er þessi plata engin undantekning. Hljóðfæraleikurinn allur er til fyrirmyndar og eins er rödd Peter Gabriel upp á sitt besta. Textarnir eru langt yfir meðallagi og hjúpaðir dulúð. Svo ber að
líta til þess að kallinn er 73 ára og það eru ekki margir á þeim aldri að gera sína bestu plötu.

Hinsvegar verður þetta aldrei eitt af hans betri verkum og finnst mér þetta vera hálfgerður
hrærigrautur ekki sjálfstæð heild eins og hinar átta, heldur mikið um endurtekningar og ekkert nýtt að gerast og er þetta erfitt að sjá mann sem hafði aldrei gert sömu plötuna tvisvar þar til nú, vera fastur í kviksyndi og sökkva hægt og rólega dýpra og dýpra. Ég vona samt innilega að Peter Gabriel sendi frá sér aðra plötu en ef svo er ekki þá er þetta sorglegur svanasöngur. það er ekki hægt að segja að sökum aldurs verði næsta plata slæm, því ég er viss um að hann eigi fullt inni og svo væri gaman að heyra hann gera aðra tökulaga plötu eins og Scratch my back sem hann gerði 2008. En þessi plata deilir botninum með Peter Gabriel 2 og Up.

Hilmar Garðarsson, tónlistarmaður

Hilmar Garðarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -