Ein allra vinsælasta hljómsveit allra tíma, Queen sendi frá sér glænýtt myndband við endurblandað lag af fyrstu plötu sinni, fyrir tveimur klukkutímum síðan, þegar fréttin er skrifuð.
Lagið, The Night Comes Down er samið af Brian May, gítarleikara hljómsveitarinnar en það kom út á fyrstu plötu bandsins, Queen sem kom út árið 1973. Nú, 51 ári síðar, og 33 árum eftir andlát söngvarans, Freddie Mercury, kemur lagið út aftur í nýrri útgáfu fyrstu plötunnar sem kemur út í október á þessu ári, endurhljóðblönduð, „remasteruð“ og lengd.
Nú þegar hafa tæplega 19.000 horft á myndbandið sem birtist á YouTube-síðu Queen en notkun gervigreindar við myndbandið hefur vakið gríðarlega ólukku, ef marka má fjölmargar athugasemdir við myndbandið en sitt sýnist hverjum.
Hér má sjá myndbandið: