Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Ráðgátan um týnda landsleikinn: „Reykjavíkurviðureignin hefur verið máð út úr sögubókum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Pálsson segir frá knattspyrnulandsleik milli Danmerkur og Noregs sem haldinn var árið 1957 hér á landi. Hvorug þjóðanna viðurkennir leikinn þó.

„Ráðgátan um týnda landsleikinn!

„Stærsti knattspyrnuviðburðurinn í sögu Íslands“, þannig var leikur Danmerkur og Noregs á Laugardalsvelli sumarið 1957 auglýstur.“ Svona hefst afar forvitnileg Facebook-færsla sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar um dularfullan knattspyrnuleik milli nágranna þjóða okkar. Og færslan heldur áfram: „Hinn nýi og glæsilegi grasvöllur var víðgður þarna í júlí. Norðmenn voru gestir okkar í fyrsta leik og unnu 3:0. Tveimur dögum síðar tóku Danir okkur í bakaríið. Enn liðu tveir dagar og þá mættust Danir og Norðmenn. Þeir síðarnefndu fóru með sigur af hólmi, 3:1 og hlutu að launum bikar frá ríkisstjórninni sem menntamálaráðherra afhenti. Aðsóknin varð vonbrigði. Reykvíkingar nenntu ekki á völlinn til að horfa á aðra en sína menn keppa.“

En hvað gerir leikinn svona dularfullan? Hvorugar þjóðirnar viðurkenna leikinn. „Nema hvað… hvorki Danir né Norðmenn virðast viðurkenna leikinn í Reykjavík sem opinberan kappleik. Sömu lið höfðu mæst í Helsinki fyrr um sumarið og sá leikur er samviskusamlega talinn upp bæði á ef norska knattspyrnusambandsins og á úrslitasíðum sem rekja leiki Dana. En Reykjavíkurviðureignin hefur verið máð út úr sögubókum.“

Að lokum spyr Stefán hvað valdi.

„Hvað veldur? Hefur þessi fyrsti landsleikur tveggja erlendra landsliða á Íslandi gleymst fyrir mistök? Litu Norðurlandaþjóðirnar kannski aldrei á hann sem fullgildan landsleik en ákváðu að spila með og leyfa hrifnæmum gestgjöfunum að auglýsa þetta sem landsleik? Og hvar er þá bikarinn góði? Ættum við kannski að heimta hann aftur ásamt síðustu handritunum?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -