Stefán Pálsson segir frá knattspyrnulandsleik milli Danmerkur og Noregs sem haldinn var árið 1957 hér á landi. Hvorug þjóðanna viðurkennir leikinn þó.
„Ráðgátan um týnda landsleikinn!
„Stærsti knattspyrnuviðburðurinn í sögu Íslands“, þannig var leikur Danmerkur og Noregs á Laugardalsvelli sumarið 1957 auglýstur.“ Svona hefst afar forvitnileg Facebook-færsla sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar um dularfullan knattspyrnuleik milli nágranna þjóða okkar. Og færslan heldur áfram: „Hinn nýi og glæsilegi grasvöllur var víðgður þarna í júlí. Norðmenn voru gestir okkar í fyrsta leik og unnu 3:0. Tveimur dögum síðar tóku Danir okkur í bakaríið. Enn liðu tveir dagar og þá mættust Danir og Norðmenn. Þeir síðarnefndu fóru með sigur af hólmi, 3:1 og hlutu að launum bikar frá ríkisstjórninni sem menntamálaráðherra afhenti. Aðsóknin varð vonbrigði. Reykvíkingar nenntu ekki á völlinn til að horfa á aðra en sína menn keppa.“
En hvað gerir leikinn svona dularfullan? Hvorugar þjóðirnar viðurkenna leikinn. „Nema hvað… hvorki Danir né Norðmenn virðast viðurkenna leikinn í Reykjavík sem opinberan kappleik. Sömu lið höfðu mæst í Helsinki fyrr um sumarið og sá leikur er samviskusamlega talinn upp bæði á ef norska knattspyrnusambandsins og á úrslitasíðum sem rekja leiki Dana. En Reykjavíkurviðureignin hefur verið máð út úr sögubókum.“
Að lokum spyr Stefán hvað valdi.