Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ragna á Laugabóli 97 ára í fullu fjöri: „Ég ætla að verða 100 ára og þú kemur í afmælið“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragna Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi bóndi á Laugabóli við Ísafjarðardjúp, er 97 ára í dag. Ragna bjó rausnarbúi um áratugaskeið. Bú hennar var annálað fyrir snyrtimennsku og reglusemi.

„Ég ætla að verða 100 ára. Þú kemur í afmælið mitt. Þeir lifa víst lengst sem lýðum eru leiðastir,“ sagði Ragna við blaðamann Stundarinnar og ævisöguritara sinn og hló svo undir tók í eldhúsinu á Laugabóli. Hún var 92 ára þegar viðtalið var tekið. Fyrir nokkrum árum brá hún búi og flutti á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þar sem hún hélt upp á daginn.

Ragna, ásamt ævisöguritara sínum.

Lífið hefur lagt miklar byrðar á herðar Rögnu. Tvö af þremur börnum hennar fórust í snjóflóðum. Bjarki Vestfjörð fórst í Óshlíð og Bella Vestfjörð, dóttir hennar, fórst í snjóflóðinu mannskæða í Súðavík. Petrea, dóttir Bellu, fórst einnig. Seinna lést Ragnar, sonur Bjarka heitins, í bílslysi skammt utan við Súðavík. Rögnu tók það sárt að lík Bjarka fannst aldrei. Þessi návist dauðans hefur gert að verkum að Ragna metur lífið mikils. Hún hefur bognað undan áföllunum en notið aðstoðar góðs fólks og aldrei brotnað. Ragna sagði sögu sína í bókinni Ljósið í Djúpinu sem fékk gríðarlega góðar viðtökur.

Mannlíf óskar sómakonunni Rögnu til hamingju með daginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -