Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Ragnar Þór minnist móður sinnar: „Mamma var hrekkjótt og stríðin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Í dag hefði elsku mamma orðið 70 ára. Mamma var einstök kona. Mig skortir orð til að lýsa henni. Þeir sem þekktu hana minnast hennar einstöku hlýju og nærveru, kærleika og hjálpsemi,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, í minningu móður sinnar, Dagnýjar guðmundsdóttur, sem hefði orðið sjötug í gær, ef hún hefði lifað.
Ragnar rifjar upp á Facebook skemmtilega tíma með móður sinni.
„Hún var líka hrekkjótt og stríðin. Ef það er ekki hægt að vera hvoru tveggja þá var hún það. Þó þetta sé afmælisdagurinn hennar, 23. janúar, þá var dagurinn hennar líka 1.apríl. Hún hafði einstakt lag og dálæti á því að láta vini og vandamenn hlaupa apríl.
Hún hringdi hingað og þangað og tilkynnti um vatnsleysi og lét ömmu og aðra auðtrúa hamstra vatn í baðkör og potta, lét pabba og bræður sína redda sér með sprungið á bílnum á Höfðabakkabrúni (þar sem þeir hittust svo allir og engin mamma eða bíll), skemmtilegast fannst henni að hringja eða láta einhvern hringja í pabba og gefa honum einhvern vinning sem þurfti að sækja, eins og páskaegg frá Bylgjunni sem hann átti svo að sækja þangað síðar um daginn“.
Ragnar lýsir móður sinni sem einstakri og  söknuðurinn er sár.
„Mamma var fyrst og fremst yndisleg mamma, tengdó, amma, frænka, systir og vinur. Hún var einstök persóna. Við minnumst hennar með hlýju og söknuði. Við ætlum að fá okkur kaffi og kökur í tilefni dagsins og heimsækja hana upp í kirkjugarð. Söknum hennar á hverjum degi“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -