Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Rebel Wilson ýtt út úr skápnum: „Þetta var mjög erfið staða en ég reyni að höndla þetta með stæl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pitch Perfect stjarnan Rebel Wilson virðist hafa verið ýtt út úr skápnum á dögunum.

Gamanleikkonan vinsæla, Rebel Wilson, kynnti kærustu sína fyrir heiminum á Instagram í vikunni. Í fyrstu var talið að hún hafi valið þennan tíma vegna þess að júní er Pride-mánuður. En nú hafa komið upplýsingar sem benda til þess að hún hafi ekki sjálf valið að koma úr skápnum, heldur hálf partinn verið ýtt úr honum.

Fram kemur á etonline.com slúðurmiðlinum, að blaðamaðurinn Andrew Hornery hafi skrifað skoðanapistil í The Sydney Morning Herald þar sem hann uppljóstraði því að leikkonan góðkunna hafi verið gefin tveggja daga frestur til að koma út úr skápnum, áður en frétt um samkynhneigð hennar liti dagsins ljós.

Annar blaðamaður, Kate Doak að nafni, skrifaði færslu í kjölfar pistils Hornery þar sem hún skrifaði: „Hana nú, svo virðist sem @RebelWilson hafi ekki valið það sjálf að koma út úr skápnum. The @smh/@theage hafa viðkennt að hafa gefið henni tveggja daga fyrirvara, efir það yrði henni ýtt út úr skápnum. Það sem gerir þetta verra er að opinberlega samkynhneigðir menn innan blaðsins voru með í þessu.“

Rebel Wilson skrifaði athugasemd við færslu Doak: „Takk fyrir þessi orð, þetta var mjög erfið staða en ég reyni að höndla þetta með stæl.“

Í færslu Rebel á Instagram síðastliðinn fimmtudag birti hún ljósmynd af henni ásamt kærustu sinni, Ramona Agruma og skrifaði undir myndina: „Ég hélt að ég væri að leita að Disney-prinsi… en kannski var það Disney-prinsessa sem ég þurfi allan tímann 💗🌈💗 #loveislove.“

- Auglýsing -

Ritstjóri The Sidney Morning Herald, Bevan Shields, svaraði í gær þessu þar sem hann neitar að hafa ýtt Wilson út úr skápnum. „Við spurðum Wilson hvort hún vildi tjá sig eitthvað um nýju kærustu sína. Við hefðum spurt sömu spurninga ef Wilson ætti nýjan kærasta. Að segja að við hefðum neytt hana út úr skapnum er rangt. Eins og aðrir blaðamenn gera þá spyrjum við einfaldlega spurninga og er það venjan að gefa ákveðinn frest til að svara.“

Ritsjórinn bætti svo við: „Ég óska Wilson og Agruma alls hins besta.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -