Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Regina Hall með ósmekklegt grín á Óskarnum: „Tvöfalda siðgæðið er hlægilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Regina Hall hneykslaði marga á Óskarnum í nótt með gríni sem þótti jaðra við kynferðislega áreitni.

Regina Hall

Óskarsverðlaunin voru haldin í 94 skiptið í Dolby höllinni í Hollywood í nótt að íslenskum tíma. Kynnarnir í ár voru grínistarnir og leikkonurnar Regina Hall, Amy Schumer og Wanda Sykes. Þóttu þær standa sig yfir höfuð mjög vel enda fagmenn fram í fingurgóma.

Regina Hall hefur þó hlotið mikla gagnrýni margra vegna gjörnings sem hún gerði á sviðinu í gær. Til að mynda talaði breski fjölmiðlamaðurinn Pierce Morgan um tvöfalt siðgæði. En hvað gerði Regina Hall?

Hún tók upp blað með lista yfir nokkra einhleypa og myndarlega leikara sem voru í salnum og bað þá að koma upp á svið. Þeir Simu Liu, Bradley Cooper, Tyler Perry and Timothée Chalamet mættu upp á svið og virtust ekki alveg vissir um það hvað væri í gangi en brostu þó og tóku þátt í gríninu. Ástæðuna sagði hún vera þá að hún yrði að gera á þeim Covid próf baksviðs. Fullvissaði hún þá um að þetta tæki stutta stund, þeir þyrftu bara að taka af sér grímuna og fötin og svo þyrfti hún aðeins að taka munnstroku af þeim, með tungu sinni. Hún las einnig upp nafn Euphoria leikarans Jacob Elordi sem er aðeins 24 ára og tók fram að hún vissi að hann væri á „löglegum aldri“ og sagði að hann hefði verið greindur með Covid og að hún þyrfti að taka á honum „djúpt“ PCR próf.

Regina Hall ásamt leikurum sem hún ætlaði að Covid prófa baksviðs.
Ljósmynd: Daily Mail skjáskot

Þegar Josh Brolin og Jason Momoa mættu svo til að lesa næstu tilnefningar, var Regina Hall enn á sviðinu ásamt fjórmenningunum sem hún ætlaði að taka Covid próf á. Tilkynnti hún þá að þeir Brolin og Momoa þyrftu einnig að fara í próf og byrjaði að þreifa á þeim báðum til skiptis, með hliðunum á lærum þeirra og á rassi. Þeir tóku vandræðalega þátt í gríninu og áhorfendur í salnum hlógu með. En ekki hlógu allir áhorfendur heima í stofu.

Ekki virtust hjónin Mila Kunis og Ashton Kutcher sammála um ágæti grínsins.
Ljósmynd: Daily Mail skjáskot

Þó nokkuð var skrifað um þennan gjörning Hall, bæði í fjölmiðlum á borð við LA Times og  Daily Mail sem og á Twitter. Fjölmiðlamaðurinn frægi, Pierce Morgan er einn af þeim sem gagnrýnt hefur Hall á Twitter og bendir á tvöfalt siðgæði í Hollywood. „Áhugavert að sjá kvenkyns stjörnu segja ósmekklega brandara um karlkyns stjörnur og káfa svo á þeim á sviðinu. Ef að karlmaður myndi gera þetta, yrði honum slaufað um leið. Tvöfalda siðgæðið er hlægilegt.“

- Auglýsing -

Twitternotandinn @mariaisalright tók í sama streng og Morgan: „„Covid káfið“ var ekki fyndið og óþægilegt áhorfs. Ef hlutverkunum yrði snúið við… ímyndið ykkur viðbrögðin. Tvöfalt siðgæði er ekki sætt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -