Miðvikudagur 18. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Rótgróin barfluga úr The Simpsons deyr: „Áhrifamikið og mjög furðulegt!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aukakarakterinn Larry the Barfly eða barflugan Larry úr The Simpsons-teiknimyndaþáttunum, sem Harry Shearer talaði fyrir, hefur nú verið skrifaður út úr þáttunum, eftir að hafa verið með frá upphafi. Þáttaseríurnar eru nú orðnar 35 sem þýðir að The Simpsons er sú teiknimyndasería sem gengið hefur lengst í sjónvarpi allra teiknimyndasería.

Þann 21. apríl var þátturinn „Cremains of the Day“ sýndur en þar leið vinunum Homer Simpson, Lenny Leonard (einnig talsettur af Harry), Moe Szyslak og Íslendingurinn Carl Carlson, illa yfir því að hafa ekki vitað meira um barfluguna Larry sem lést á barnum. Til að friða samviskuna fara þeir fjórir til Serenity Falls til að dreifa ösku hans.

Í þættinum, sem var númer 765, var í fyrsta skipti veitt innsýn inn í barfluguna, sem hefur verið með frá fyrsta þætti. Þar kemur meðal annars fram að fullt nafn hans er Lawrence Dalrymple og að hann elskaði að veiða.

Harry Shearer hefur nóg að gera þó Larry sé látinn en hann talar einnig fyrir fjöldi annarra persóna, þar á meðal Ned Flanders, Mr. Burns, séra Lovejoy og Skinner skólastjóra.

Aðdáendur þáttanna hafa syrgt andlát persónunnar og tjáð sig um það á samfélagsmiðlunum en einn þeirra skrifaði á X-inu: „Hvíl í friði Larry barfluga, við þekktum þig varla.“ Annar skrifaði: „Megi ferðalag þitt enda á bar þar sem eru botnlausar bjórtunnur og endalaus „happy hour“.“

- Auglýsing -

Annar benti á að Larry hafi ekki verið neitt sérstaklega minnistæður karakter. Enn annar skrifaði: „Ég elska að sjá aðdáendur Simpsons þykjast hafa þótt vænt um barfluguna Larry,“ og annar viðurkenndi: „Ég hef aldrei séð barfluguna Larry fyrr en núna.“

Framleiðandi þáttanna, Tim Long gaf samþykki sitt á söguþræðinum og sagði: „Vel gert … að kanna hvernig Homer og vinir hans sjá fyrir sér framhaldslífið. Áhrifamikið og mjög furðulegt!“

Eonline tilkynnti andlátið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -