Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Rúmlega 600 kílóa hvíthákarl teiknaði sjálfsmynd í hafið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvítháfur sem var merktur með GPS tæki fyrir tveimur árum síðan gerði vísindamenn agndofa á dögunum. Hákarlinn, sem mældist rúm 635 kíló fyrir tveimur árum, var merktur til þess að komast að venjum hans. Þá voru menn forvitnir að komast að því hvernig hákarlinn, sem nefndur hefur verið Breton, varð svo stór. Skemmst er frá því að segja að vísindamennirnir hafa enn ekki komist að niðurstöðu en Breton sýndi hins vegar listræna hæfileika sína. Birtist mynd af leið hákarlsins um hafið og segja margir að hann hafi teiknað sjálfsmynd í hafið, með GPS tækinu.

Hér má sjá leið hákarlsins sem óneitanlega líkist hákarlinum sjálfum

Breton ferðaðist meðfram austurströnd Bandaríkjanna undan New Jersey, Chincoteague, Virginíu og Long Bay, Suður-Karólínu. GPS staðsetningar voru merktar á kortið í hvert skipti sem bakuggi hans kom upp á yfirborðið. Breton hefur nú verið á ferðinni í 444 daga og var staðsetning hans síðast merkt þann 21.september undan strönd Baie de Plaisance. Samtökin OCEARCH stendur fyrir rannsókninni og hafa þau fylgst með lífríki sjávar í 15 ár. Hingað til hafa meira en 400 dýr verið merkt til þess að læta meira um venjur þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -