Hlustendaverðlaunin 2024 voru afhend í Gamla bíó í gærkveldi. Fyrir verðlaunaviðburðinn deilir Rúrik Gíslason, knattspyrnumaður og einn af meðlimum bandsins Iceguys, í færslu á Instagram með fylgjendum sínum að eftir kvöldið gæti hann nú orðið verðlaunaður tónlistamaður.
Spá stjörnunnar reyndist rétt en hljómsveitin hlaut titilinn: Flytjandi ársins.
Rúrik segir að það sem í upphafi hafi byrjað sem grín sé orðið ansi raunverulegt en bandið hlaut tilnefningu í fjölda flokka, þess á meðal flytjandi ársins, nýliði ársins og lag ársins.
Aðrir meðlimir bandsins eru Jón Jónsson, Friðrik Dór, Aron Can og Herra Hnetusmjör.
Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa að verðlaununum.
View this post on Instagram