Sanna Marin hefur notið lífsins frá því að hún sagði af sér sem forsætisráðherra Finnlands.
Hin 38 ára gamla Sanna Marin kom sem ferskur andblær inn í finnsku stjórnmálin árið 2015 og var fljót upp metorðastigann hjá Jafnaðarflokknum. Árið 2019 var hún skipuð samgöngu- og samskiptaráðherra í ríkisstjórn Antti Rinne en eftir að hann neyddist til að segja af sér var Sanna kosin af flokknum til að leiða ríkisstjórnina. Varð hún þannig yngsti forsætisráðherra sögu Finnlands. Hefur hún þótt afar heillandi leiðtogi, skörp, frjálslynd og skemmtileg en hefur þurft að verja aldur sinn ef svo má að orði komast en hún var harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum er ljósmyndir og myndbönd úr partýi sem hún sótti hjá vinum sínum, fóru á veraldarverfinn. Var hún meðal annars sökum um eiturlyfjaneyslu en hún harðneitaði þeim ásökunum. Í apríl á þessu ári sagði hún svo af sér eftir að Jafnaðarflokkurinn lenti í þriðja sætinu í þingkosningum. Síðan þá hefur hún haft í nógu að snúast, meðal annars hefur hún ferðast um heiminn og haldið fyrirlestra.
Sanna birti nokkrar myndir úr nýlegum ferðalögum sínum, en skoða má nokkrar þeirra hér fyrir neðan:
View this post on Instagram