Illugi Jökulsson hefur ekki áhyggjur af því að íslensk tunga deyji út. Gervigreindin bjargar málunum. Ja, eða málinu.
Rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson skrifaði spaugilega Facebook-færslu þar sem hann segir íslenskan verði ekki lengur töluð eftir 100 til 200 ár. Það er að segja af mönnum en hann segir að tungumálið deyji þó ekki þar með út því hægt verði að kenna gervigreindarvél að tala „gullaldaríslensku“.
Hér má lesa færsluna skondnu:
„Íslensk tunga mun hverfa úr munni manna á næstu 100 eða í mesta lagi 200 árum. Það er svona allt að því óhjákvæmilegt. Við þurfum þó engar áhyggjur að hafa af því að tungumálið deyi út. Við þurfum ekki annað en kaupa tímanlega tvær gervigreindarvélar sem svo geta talað gullaldaríslensku hvor við aðra allt til eilífðarnóns. Kannski dugar meira að segja að kaupa bara eina og láta hana tala við sjálfa sig.“