Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Sharon opnar sig um Parkinson-sjúkdóm Ozzy: „Hefur verið gríðarlega krefjandi fyrir okkur öll“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sharon Osbourne opnaði sig nýverið um heilsuvandamál eiginmanns hennar, Ozzy Osbourne en hann greindist með Parkinsons- sjúkdóminn árið 2020.

„Ég hugsa bara um eiginmann minn, sem var mjög orkumikill, elskaði að fara út að ganga, var með tveggja tíma prógram á sviði á hverju kvöldið þar sem hann hljóp eins og brjálaður maður,“ sagði Sharon í viðtali við þáttastjórnandann Jeremy Paxman fyrir heimildarþátt sinn Paxman: Putting Up With Parkinson’s og hélt áfram: „Allt í einu stoppar lífið þitt, lífið eins og þú þekktir það. Þegar ég horfði á eiginmann minn, fæ ég sting í hjartað. Ég er svo sorgmædd mín vegna að horfa á hann svona, en það sem hann gengur í gegnum er verra. Þegar ég horfi á hann og hann veit ekki að ég er að horfa á hann, berst ég við tárin.“

Þrátt fyrir að greiningin hafi verið erfið kom þó eitt jákvætt út úr þessu. „Fjölskyldan. Við eyðum svo miklum tíma saman.“

Það var í janúar 2020 sem Ozzy og fjölskylda hans mættu í Good Morning America til að ræða hina nýju sjúkdómsgreiningu. „Þetta hefur verið gríðarlega krefjandi fyrir okkur öll,“ sagði Black Sabbath söngvarinn og átti við síðastliðið ár en hann fékk lungnabólgu í febrúar 2019 og féll svo heima hjá sér í Los Angeles tveimur mánuðum síðar. „Ég var með síðustu sýninguna mína á gamlárskvöld. Svo datt ég illa. Ég þurfti að fara í aðgerð á hálsi, sem fór illa með allar taugarnar.“ Það var í því viðtali sem Ozzy deildi því með áhorfendum að hann hefði verið greindur með Parkinsons.

„Þetta er PRKN2,“ útskýrði Sharon og bætti því við að sjúkdómur hans væri „alls enginn dauðadómur. Þetta er þannig að þú átt góðan dag og aftur góðan dag en svo mjög slæman dag.“

Nýlega lýsti Ozzy hversu erfitt þetta hefur reynst honum frá því að hann greindist. „Þú heldur að þú sért að lyfta fótum þínum en fæturnir hreyfast ekki. Mér líður eins og ég sé að ganga um í blýstígvélum.“ Bætti hann því að sjúkdómurinn hafi einnig tekið sinn toll á geðheilsu hans. „Ég komst á það stig sem var lægra en ég vildi. Ekkert var frábært. Ekkert. Þannig að ég fór á þunglyndislyf og þau virka ok.“

- Auglýsing -

Sagðist Ozzy þó að vegna heilsuvandamálanna hafi hann lært að „lifa í núinu.“ Sagði ann ennfremur: „Þú veist ekki hvenær þú vaknra upp einn daginn og kemst ekki út úr rúminu. En þú hugsar bara ekki um það.“

Eonline fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -