Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Shelley Duvall lést í svefni í morgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Leikkonan Shelley Duvall er látin, 75 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við sykursýki.

Dan Gilroy, lífsförunautur Shelley sagði TMZ-slúðurfréttasíðunni að hann hafi fundið Shelley meðvitundarlausa á heimili þeirra í Texas klukkan sjö í morgun. Hann segir að Shelley hafi verið með heimahjúkrun og rúmliggjandi síðustu mánuði á meðan hún glímdi við fylgikvilla sykursýki. Hann segir að hún hafi dáið í svefni.

Shelley er hvað þekktust fyrir ógleymanlegt hlutverk hennar sem Wendy Torrance í einu af meistaraverki Stanley Kubrik, The Shining, sem gerð var eftir skáldsögu Stephen King en þar lék hún á móti Jack Nickolson.

„Hér er Nonni!“

Það var leikstjórinn Robert Altman sem uppgötvaði Shelley snemma á áttunda áratugnum í heimaríki hennar, Texas og brátt hafði hún leikið í sjö kvikmyndum, meðal annars Brewster McCloud, Nashville og Thieves Like Us. Árið 1977 lék hún í kvikmynd Altmans, 3 women en hlutverkið færði henni tilnefningu sem besta leikkonan á Cannes kvikmyndahátíðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -