Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Síamstvíburarnir Carmen og Lupita svara algengum spurningum: „Við erum tvær mismunandi manneskjur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í myndbandi sem nýlega kom fram á sjónarsviðið aftur, svara TikTok notendurnir og síamstvíburarnir Carmen og Lupita Andrade spurningum um það hvernig það sé að vera síamstvíburi.

Hinar 23 ára gömlu systur eru tengdar við búkinn og deila blóðrás og æxlunarfærum, svipað og raunveruleikastjörnurnar Abby og Brittany Hensel sem Mannlíf fjallaði um á dögunum.

„Við ætlum að svara algengum spurningum af því að sum ykkar getið ekki haldið kjafti í myndböndum sem koma líkömum okkar ekkert við,“ sagði Lupita í myndbandinu sem birtist á TikTok í desember 2022 en ENews! fjallaði um það í dag.

Carmen tók svo við myndavélinni og beindi henni að andliti sínu.

„Ef önnur okkar er þreytt, þurfum við ekki báðar að vera þreyttar af því að við erum með tvo mismunandi heila,“ útskýrði Carmen og hélt áfram: „Já, önnur okkar getur verið vakandi á meðan hin sefur af því að, eins og ég sagði, mismunandi heilar.“

„Við erum tvær mismunandi manneskjur,“ sögðu tvíburarnir í kór.

- Auglýsing -

Carmen svarar svo spurningu um dauðann en nákvæmlega hvað var spurt kemur ekki fram. „Við deilum blóðrás. Þannig að á endanum fáum við sýklasótt og auðgljóslega deyr önnur okkar innan klukkutíma eða daga. En við erum ekki dánar, þannig að af hverju að spyrja okkur að þessu? Erum við læknar?“

Þá útskýrður systurnar í sameiningu að þær geti ekki stjórnað útlimum hvor annarrar, né lesið huga hvor annarrar en þar sem þar sem þær deila blóðrás finna þær báðar á sig ef önnur þeirra neytir áfengis eða eiturlyfja. Og samkvæmt umfjöllun Today, eru þær með mjög mikið innsæi fyrir tilfinningum hvor annars. Í raun vita þær báðar af því ef önnur þeirra er sorgmædd eða kvíðin.

Carmen, er í sambandi með Daniel McCormack sagði í myndbandinu að aðeins hún sé að deita hann, ekki systir hennar. Lupita, sem skilgreinir sig sem eikynhneigða, bætti við: „Ég vil engan.“

- Auglýsing -
Carmen, Daniel og Lupita.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Þá útskýrði Carmen í viðtali við Today árið 2023, að þær systur geti ekki orðið þungaðar: „Við erum með endómetríósu og erum líka á hormónablokka sem kemur í veg fyrir að við fáum tíðir.“

Systurnar, svöruðu fleiri skrítnum spurningum með húmorinn á lofti, í hinu tveggja ára gamla TikTok myndskeiði: „Ef ég loka augunum, þá sé ég ekki með hennar augum,“ sagði Carmen. „Við höfum fengið þessa spurningu svo oft …“ Lupita bætti við: „Almenn skynsemi er ekki svo almenn.“

Samkvæmt frétt ENews! svöruðu systurnar spurningunum aðallega til að fá fylgjendur sína til að hætta að biðja þær um að svara spurningum.

„Af hverju þarf öll tilvera okkar að snúast um að svara spurningum sem ég hef þegar svarað áður?“ spurði Lupita í öðru TikTok myndbandi frá því í mars 2022. „Það þú nennir ekki að fletta því upp er ekki mitt vandamál, eða vandamál Carmenar. Við erum ekki kennarar. Við erum ekki talsmenn. Við lifum bara.“

Hér má sjá myndskeiðið:

@carmenandlupitaYour long awaited FAQ♬ original sound – Carmen and Lupita

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -