Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Síðasta kvikmynd Julian Sands er leikstýrð af Íslendingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðasta kvikmynd breska leikarans Julian Sands, sem fannst látinn á dögunum eftir að hafa verið týndur í fjalllendi frá því í janúar, er hrollvekjan The Piper. Leikstjóri hennar er Erlingur Thoroddsen.

Erlingur Thoroddsen

Erlingur hefur verið að geta sér nafn í hryllingsmyndaheiminum Vestra undanfarin ár en hann hefur skrifað handritin og leikstýrt kvikmyndunum Child Eater, Rökkur og nú þá nýjustu, The Piper. Þá hefur hann einnig skrifað og leikstýrt þætti í hrollvekjuseríunum Into the Dark. Fyrir Rökkur hlaut hann tvenn verðlaun.

The Piper fjallar um tónskáld sem fer í það verkefni að klára ókláraðan konsert eftir látinn læriföður sinn. Tónskáldið kemst fljótlega að því að spilun tónlistarinnar kallar á banvænar afleiðingar, sem leiðir hana til að afhjúpa óhugnanlegan uppruna laglínunnar og illsku sem hefur vaknað. Hún er ekki byggð á sönnum atburðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -