Sunnudagur 12. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Sigmundur Ernir týndist á Úlfarsfelli – Ljóðelskur leynigestur á toppnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leynigesturinn Sigmundur Ernir Rúnarsson týndist á Úlfarsfelli í gærkvöld þegar hann mælti sér mót við gönguhóp Ferðafélags Íslands. Hópurinn hafði af honum talsverðar áhyggjur sem reyndust óþarfar þegar hann kom boðum um það símleiðis að hann væri á röngunni, staddur Mosfellsbæjarmegin á fjallinu. Varð að ráði að hann myndi hitta hópinn og afhjúpa sig á efsta tindi. Fjölmargir náðu að giska á það hver gesturinn væri eftir vísbendingum. Göngugarpurinn Bjarnheiður Erlendsdóttir var fyrst þeirra sem mættu til að giska á Sigmund Erni sem færði henni nýju bókina sína, Í stríði og friði fréttamennskunnar, að launum.

Bjarnheiður Erlendsdóttir fékk verðlaun fyrir að fletta ofan af leynigestinum.
Mynd: Lára Garðarsdóttir.

Sigmundur flutti frumort ljóð sitt um Úlfarsfell og las úr bók sinni á toppnum áður en hann hélt niður fjallið, sömu leið og hann kom upp. Á næsta miðvikudag er aftur opin ganga á vegum Ferðafélagsins klukkan 18. Þá kemur til sögunnar nýr leynigestur. Þeir sem vilja spreyta sig á vísbendingum finna þær hér.

 

Ljóð Sigmundar Ernis:

Ljóð Sigmundar Ernis, Úlfarsfell

Úlfarsfell

Greiðum fæti er stefnt á stafn
sem stundum safnar vindi.
Hann minnir á sitt eigið nafn
og ýlfrar hvasst á tindi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -