Sir Elton John er kominn heim eftir að hafa eytt nóttinni á sjúkrahúsi eftir að hann féll niður í glæsihýsi sínu í Nice, Frakklandi.
Söngvarinn, 76 ára, var fluttur á bæklunardeild Princess Grace sjúkahússins í Mónakó, þar sem gert var að minniháttar meiðslum hans.
Talsmaður goðsagnarinnar staðfesti við BBC News að Sir Elton hafi farið á sjúkrahús „í kjölfar falls í gær, á heimili hans í Suður-Frakklandi.“ Hélt hann áfram: „Elton fór á næsta sjúkrahús, til vonar og vara.“
„Í kjölfar eftirlits var hann útskrifaður strax í morgun og er nú kominn heim og við góða heilsu.“
Sir Elton hefur eytt sumrinu í Frakklandi ásamt eiginmanni sínum, David Furnish og tveimur sonum þeirra, eftir að hafa klárað Farewell Yellow Brick Road tónleikaferð sína í júlí.
Mánuði síðar kom hann fram á Pyramid Stage á Glastonbury-hátíðinni þar sem hann söng lög sem spönnuðu allan feril hans.