Kristján Einar Sigurbjörnsson eða Kleini eins og hann kallar sig, fékk að skreppa í bæjarferð en hann er í meðferð í Krýsuvík. Notaði hann tækifærið og skellti flottri mynd á Instagrammið sitt.
Kleini, sem sat inni í átta mánuði í fangelsi í spænsku borginni Malaga í fyrra fyrir nokkrar líkamsárásir, fór í meðferð í byrjun árs í Krýsuvík. Kleini snéri um helgina aftur í smá bæjarferð en hann á enn eftir tvo til þrjá mánuði í Krýsuvík. Áhrifavaldurinn og fyrrum sjómaðurinn skellti fram ískaldri ljósmynd af sér á Instagram þar sem hann situr að því er virðist sallarólegur ofan í vök á frosnu vatni. Þá sést hann á myndbandi í „story“ á sama miðli á leið í ljós hjá Stjörnusól.