Mánudagur 28. október, 2024
7.8 C
Reykjavik

Sjónvarpsstjórarnir vilja ekki Spaugstofuna: „Svo við komum bara hver öðrum til að hlæja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst Úlfsson stríddi Facebook-vinum sínum með því að birta ljósmynd af gömlu góðu Spaugstofugenginu, þar sem það sat saman á Grand hótel og skrifaði undir myndina: „Hvað er nú í gangi?“

Viðbrögðin við myndinni kom ekki á óvart enda fáir hópar manna jafn vinsælir og Spaugstofuhópurinn en yfir 700 líkuðu við myndina og hátt í 140 athugasemdir voru skrifaðar við hana. Margir sem skrifuðu við myndina spurðu hvort Spaugstofan væri að plana endurkomu en þeir hafa ekki sést á skjánum um árabil.

Mannlíf ákvað að senda línu á Karl Ágúst og spyrja hann hvort þessi færsla hans væri vísbending um endurkomu Spaugstofunnar.

Og Karl Ágúst svaraði:

„Nei, það er engin endurkoma á plani. Við erum fyrst og síðast góðir vinir og höfum verið í ríflega fjörutíu ár. Þess vegna reynum við að drekka saman kaffi og spjalla eins oft og við getum, þó að annríkið komi stöku sinnum í veg fyrir að það sé hægt. Við höfum að vísu af og til nefnt það hvort einhvers staðar leynist áhugi fyrir endurkomu Spaugstofunnar, en allir sjónvarpsstjórar hafa sagt þvert nei og hreint ekki viljað ræða það nánar. Svo við komum bara hver öðrum til að hlæja og röbbum saman um atburði líðandi stundar okkar á milli. Og auðvitað liðna tíð líka.“

Þá vitum við það, þeir væru til í að koma saman aftur en sjónvarpsstjórarnir þráast við.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -