Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Skipar forsetaframbjóðendum í tvo meginflokka: „Til að auðvelda ykkur valið, kjósendur góðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ólafur Haukur Símonarson skipar forsetaframbjóðendur í tvo meginflokka, í viðleitni sinni til að auðvelda kjósendum valið á forseta Íslands.

Leikritaskáldið og rithöfundurinn Ólafur Haukur Símonarson skrifaði spaugilega Facebook-færslu í gær þar sem hann skipar forsetaframbjóðendum í tvo meginflokka. Það er „heimóttarlegi forsetinn“ og „ alþjóðlegi forsetinn“ en þetta segist hann gera til að hjálpa kjósendum að ákveða sig með valið. „Forsetakosningar hellast yfir okkur. Til að auðvelda ykkur valið, kjósendur góðir, hefur ég hér reynt að skipa frambjóðendum í tvo meginflokka, það er „heimóttarlegi forsetinn“ og „ alþjóðlegi forsetinn“.“

Hér má lesa um heimóttarlega forsetann:

„Heimóttarlegi forsetinn.
Þykir gott að kyssa nautgripi.
Gengur í ljótum, jafnvel ósamstæðum sokkum.
Getur vitnað í Einar Ben og Tómas Guðmundsson (alltaf sömu ljóðlínurnar).
Hefur farið einu sinni eða oftar með strætó á síðustu þrjátíu árum.
Telur Hvannatalshnjúk ennþá vera 2117 metra á hæð.
Talar ensku með takmörkuðum orðaforð og „blandinavísku“, en engin önnur erlend tungumál.
Vill finna á sér af áfengi – tegundin er ekki málið.
Þykir þorramatur góður.
Les þýdda reyfara fyrir svefninn.
Mætir brosmildur á alla íþróttaviðburði (í mislitum sokkum).
Telur að Íslendingar hafi lært allt sem hægt er að læra af mistökum sínum í bankahruninu.
Segir að Íslendingar séu mestir og bestir þótt allir viti að svo er ekki.“

Og hér má svo sjá hinn alþjóðlega forseta samkvæmt Ólafi:

„Alþjóðlegi forsetinn.
Þykir gott að éta góða bita af nautgripi.
Gengur í fallegum merkjavörusokkum.
Getur vitnað í Einar Ben og Tómas Guðmundsson (alltaf sömu ljóðlínurnar).
Hefur ekki farið í strætó frá því land byggðist.
Telur Hvannadalshnjúk vera samkvæmt nýjustu mælingum 2109 metra á hæð.
Talar ensku með sæmilegan orðaforða, „blandinavísku“, þýsku eða spænsku með lélegum orðaforða.
Yfirborðslegt vit á léttvínum.
Þykir þorramatur ógeðslegur (en lætur sig hafa það að mæta á þorrablót).
Les reyfara á ensku fyrir svefninn.
Hatar íþróttaviðburði en mætir samt (í vönduðum sokkum).
Telur að Íslendingar verði að leggja þráhyggjulegar sjálfsásakanir af „svokölluðu bankahruni“ að baki.
Segir að Íslendingar séu mestir og bestir þótt allir viti að svo er ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -