Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Skömmustulegur Will Smith: „Ég skammast mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ofbeldi í öllum myndum er eitrað og eyðileggjandi. Hegðun mín á Óskarsverðlaunahátíðinni var bæði óviðunandi og óafsakanleg.“ Þetta segir leikarinn Will Smith í afsökunarbeiðni sem hann sendi frá sér á Instagram-reikningi sínum í gær.

Eins og frægt er orðið sló Will Smith uppistandarann Chris Rock utan undir eftir að sá síðarnefndi hafði gert grín að Jödu Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith. Grínið beindist að því að Jada væri krúnurökuð, en hún hefur glímt við sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia undanfarin ár, sem veldur hárlosi.

Mikið hefur verið fjallað um kinnhestinn og virðist Óskarsverðlaunahátíðin sjálf að einhverju leyti hafa fallið í skuggann á uppákomunni. Will Smith hreppti sjálfur styttuna sem besti leikari í aðalhlutverki fljótlega eftir atvikið.

Nú hefur leikarinn sent frá sér yfirlýsingu á Instagram þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni.

„Grín á minn kostnað er hluti af starfinu, en brandari um sjúkdóm Jödu var meira en ég réði við og ég brást við á tilfinningalegan hátt. 

Mig langar til þess að biðja þig afsökunar, Chris. Ég gekk of langt og var í órétti. Ég skammast mín og gjörðir mínar endurspegla ekki þann mann sem ég vil vera. Það er ekkert pláss fyrir ofbeldi í heimi ástar og góðvildar. 

- Auglýsing -

Ég vil líka biðja Akademíuna, framleiðendur hátíðarinnar, alla viðstadda og áhorfendur um allan heim afsökunar. Ég vil biðja Williams-fjölskylduna afsökunar sem og King Richard-fjölskylduna mína. 

Mér þykir mjög miður að hegðun mín hafi svert eitthvað sem annars var dásamlegt ferðalag fyrir okkur öll. Ég er verk í vinnslu. Einlæglega, Will.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Will Smith (@willsmith)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -