Þeir sem hafa áhuga á sögunni og ólíkri menningu fyrri tíma fá sitthvað fyrir sinn snúð í þessari litlu grein.
Þó hægt sé að agnúast út í samfélagsmiðlana vegna ýmissa þátta þá eru þeir ekki alslæmir. Þar birtast stundum afar áhugaverðir hlutir sem fólk myndi annars ekki rekast á. Hér fyrir neðan er dæmi um slíkt en þar má sjá lífið í Japan árið 1910. Það ár var nokkuð viðburðaríkt í Japan en þá var Kóreu bætt inn í japanska keisaradæmið. Þá kom lögreglan upp um samsæri sósíalískra anarkista um að ráða japanska keisarann Meiji að dögum en það leiddi til fjöldahandtöku.
Fjöldri þekktra Japana fæddust einnig árið 1910 en helst má nefna kvikmyndaleikkonuna Komako Hara, tónskáldið Kozaburo Hirai, handritshöfundinn, framleiðandann og leikstjórann Akira Kurosawa og lífeðlisfræðinginn Ichiji Tasaki. Þetta ár létust einnig þekktir Japanir, þar á meðal lénsherrann Tokugawa Akitake, rithöfundurinn Yamada Bimyō og myndhöggvarinn Rokuzan Ogiwara.
Hér má sjá hið bráðskemmtilega myndskeið frá 1910: