Smári Tarfur er genginn til liðs við Bootlegs.
Hin goðsagnakennda thrash-metal hljómsveitin Bootlegs hefur nú heldur betur fengið liðstyrk en Smári Tarfur tilkynnti í gær að hann væri genginn til liðs við hljómsveitina. Bootlegs var stofnuð árið 1986 og var ein af þeim böndum sem vakti rokksenuna upp af værum svefni á seinni hluta níunda áratugarins og starfaði til 1991. Hljómsveitin byrjaði aftur árið 1998 og hefur haldið dampi síðan. Og nú er útvarpsmaðurinn og gítarleikarinn Smári Tarfur Jósepsson genginn í Bootlegs.
Smári, sem hefur verið í hljómsveitum á borð við Quarashi, Spitsign, Ylju og dúettnum Hot Damn svo eitthvað sé nefnt, skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann tilkynnti stórfréttina. Með færslunni birti hann gamalt veggjakrot sem hann bar sennilega ábyrgð á. Hér má lesa færsluna:
„BOOTLEGS!