Kvikmynd Baltasar Kormáks, Snerting hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki besta erlenda kvikmyndin. Frá þessu var sagt í beinu streymi frá Hollywood.
Baltasar Kormákur gerði myndina eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar en Egill Ólafsson fór með eitt aðalhlutverkið ásamt Páma Kormáki og japönsku leikkonunni Kôki.
Aðeins einu sinni hefur íslensk kvikmynd verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna en það var árið 1992 þegar myndin Börn náttúrunnar, í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, var tilnefnd.
Árið 2024 var Snerting tekjuhæsta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2024. Hún skilaði yfir hundrað milljónum í miðasölu og tæplega 45 þúsund áhorfendur sáu myndina. Þá hefur hún hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda.