Rapparinn Snoop Dogg heldur áfram að koma á óvart en um helgina ákvað kappinn að hoppa um borð í partírútu, algjörlega óboðinn, og tók einhver á vegum hans upp myndband af atvikinu. Ljóst er að á gestunum að þeir höfðu ekki hugmynd að einn frægasti tónlistarmaður síðustu 30 ára myndi hoppa um borð og má heyra í þeim öskra af gleði. Snoop kveikti sér í jónu og dansaði við lagið Ain’t Nuthin’ but a G Thang í skamma stund áður en hann fór úr rútunni. Eins og áður segir er rapparinn einn af frægustu tónlistarmönnum heims en hann gefur gefið út tæplega 30 plötur frá 1993 og kemur næsta plata hans út í desember. Þá hefur hann einnig vera virkur leikari í mörg ár og leikið í myndum á borð við Starsky & Hutch, The Addams Family og Soul Plane.