Sjónvarpsþáttastjarnan Sofia Vergara skildi við Joe Manganiello, fyrrum eiginmann sinn, fyrir tæpu ári og virðist vera byrjuð að fara á stefnumót ef marka má fjölmiðla vestanhafs.
Maðurinn sem fór með henni á stefnumót er sjálfur nokkuð þekktur. Þar var nefnilega á ferðinni Lewis Hamilton, einn af frægustu íþróttamönnum 21. aldarinnar. Hann er sjöfaldur Formúla 1 meistari og er almennt talinn besti ökumaður í sögu íþróttarinnar ásamt Michael Schumacher.
Um var ræða svokallað hádegisstefnumót en það fór fram á kaffihús í New York borg í vikunni. Ef marka má myndirnar þá skemmtu þau sér konunglega á stefnumótinu. Gaman verður að sjá hvort þetta endi með sambandi en 12 ára aldursmunur er á stjörnunum.