- Auglýsing -
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttukona, átti að fá sinn sess í Skaupinu. Það gekk þó ekki eftir og atriðið var klippt út. Höfundar Skaupsins, Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson upplýstu það í Bítinu á Bylgjunni að Sóley hefði verið klippt út áður en lokaútgáfan var sam þykkt. Ekki kom fram með hvaða hætti baráttukonan hefði verið til meðhöndlunar hjá þeim félögum. Þeir upplýstu jafnframt að fyrirvaralaus eldgosið á Reykjanesi og örlög Grindvíkinga hefðu valdið þeim klemmu. Niðurstaðan varð sú að gamla hraðfréttagengið tók á málunum og grínaðist með gos og Grindvíkinga.