Jóhann Berg Guðmundsson og Hólmfríður Björnsdóttir gengu í það í heilaga í dag á Spáni við hátíðlega athöfn. Hinn góðkunni söngvari Eyjólfur Kristjánsson tók lagið og var mikil stemmning á gestunum í blíðskaparveðri.
Jóhann fór á skeljarnar árið 2018, þremur vikum fyrir leik Íslands við Rússland. Hjónin eiga tvö börn saman.
Hólmfríður Björnsdóttir er lögfræðingur, en hún er oftast kölluð Hófý. Hún æfði samkvæmisdansa og var margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari bæði í latin og ballroom. Aðeins 18 ára gömul ákvað hún að taka einkaflugmanninn samhliða því að klára Verslunarskóla Íslands, en fluttist svo til Danmerkur til að dansa og bjó þar í rúm tvö ár.
Fljótlega eftir að hún flutti aftur til Íslands hóf hún nám við Lagadeild Háskóla Íslands. Á sumrin starfaði hún sem flugfreyja hjá Icelandair og skemmti um allt land sem Solla Stirða.
Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður spilar fyrir Burnley F.C. í ensku úrvalsdeildinni. Í landliðsleik skoraði Jóhann þrennu gegn Sviss og var sá fyrsti til þess að skora þrennu fyrir íslenska landsliðið í 13 ár. Jóhann lék alla leiki Íslands á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016. Sama ár fór hann frá Charlton Athletic til Burnley F.C. Tímabilið 2019-2020 var Jóhann að mestu plagaður af meiðslum.