Hera Björk Þórhallsdóttir fór með sigur úr bítum í Söngvakeppninni í einvígi sínu gegn palestínumanninum Bashar Murad, í gærkveldi. Hera fór með flutning af laginu Scared of heights. Ákvörðun verður tekin um þátttöku í Eurovision í samráði við Heru.
Hera Björk er dóttir söngkonunnar Hjördísar Geirsdóttir og Þórhalls Geirssonar. Hera er ein af fjórum börnum þeirra. Systir Heru er Þórdís Lóa borgarfulltrúi. Bræður hennar eru þeir Geir Þórhallsson, sjúkraþjálfari og Gissur Þórhallsson, tölvunarfræðingur.
Hera Björk er fædd í Reykjavík 29. mars 1972 verður því 52ja ára síðar í mánuðinum. Hún á tvö börn, þau Þórdísi Petra Ólafsdóttur og Viðar Kára. Hún ólst upp í Breiðholti og stundaði nám í Ölduselsskóla og síðar Fjölbraut í Breiðholti. Hún hóf söngnám árið 1989 í Söngskóla Reykjavíkur.
Hera Björk hóf söngferil sinn á barnsaldri og 12 ára söng hún inn á barnaplötuna, Göngum við í Kringum. Hún keppti í Hæfileikakeppni Suðurlands árið 1988 og hafnaði þar í fyrsta sæti með lagið „Perfect“. Seinna keppti Hera Björk í Söngkeppni framhaldsskólanna, með lagið „Án þín“, fyrir hönd Fjölbrautarskólans í Breiðholti og lenti í öðru sæti.
Hera hefur einnig búið og langt stund á söngnám í Danmörku.
Reynsla Heru spannar vítt svið og hefur hún tekið þátt í fjölda söngleikja, meðal annars Rocky Horror, Evitu og Litlu Hryllingsbúðinni. Hún hefur starfað með hljómsveitum á borð við Orgil, Sweetý og 17 vélar. Hera Björk hefur gefið út fjölda platna.
Hera Björk býr í Reykjavík og starfar sem fasteignasali.
Söngvakeppni sjónvarpsins
Árið 2007 flutti Hera lagið Mig dreymdi eftir Óskar Guðnason og Ingólf Steinsson í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Árið 2008 tók Hera Björk þátt í Grand Prix sem er danska undankeppninni fyrir Eurovision, og hafnaði í öðru sæti. Þá flutti hún lagið Someday sem náði þó nokkru flugi.
Hera tók virkan þátt í flutningi framlaga Íslands í Eurovision í Serbíu 2008 og í Moskvu 2009, sem leiðbeinandi og bakraddasöngkona.
Árið 2010 tók Hera þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision í Noregi, með lagið Je Ne Sais Quoi.
Eins og áður hefur komið fram fór Hera með sigur úr bítum í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Scared of heights í gærkveldi.