Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Söngvari Smash Mouth er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steve Harwell, söngvari Smash Mouth, er við dauðans dyr.

TMZ greinir frá því að Steve Harwell, söngvari Smash Mouth, sé aðeins nokkrum dögum frá því að falla frá. Þetta hefur miðillinn eftir umboðsmanni Smash Mouth. Söngvarinn hefur glímt við áfengisfíkn mest allt ævina og er núna að glíma við lífshættulega lifrarbilun og er hún komin á þann stað að talið er að hann eigi aðeins nokkra daga eftir ólifaða. Fjölskylda og vinir hans hafa undanfarna daga hitt og kvatt söngvarann. Hann er 56 ára gamall.

Smash Mouth er ein af vinsælustu hljómsveitum 21. aldarinnar og eru þekkastir fyrir lögin All Star, I’m A Believer og Walking on the Sun.

Uppfært: 15:46 – Umboðsmaður sveitarinnar hefur greint frá því að Steve Harwell sé látinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -