Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sonur Steve Irwin bitinn í andlitið af sömu snákategund og pabbinn: „Ég fór aðeins of nálægt honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Robert Irwin, dýralífsþáttastjórnandi og sonur Steve Irwin heitins, var bitinn í andlitið af snáki. Faðir hans var bitinn í andlitið af sömu snákategund á sínum tíma.

Instagram-síða Entertainment Tonight rifjaði upp tveggja á gamla frétt um hinn unga arftaka Steve Irwin, Robert, en árið 2020 lenti hann í afar svipuðu atviki og faðir hans upplifði fyrir mörgum árum er hann var bitinn illa í andlitið af python-snáki í miðjum upptökum á sjónvarpsþætti. Robert var að bjarga snáknum en hann fannst við veg og hefði getað orðið fyrir bíl. Snákurinn tók ekkert voðalega vel í björgunina og á augabragði læsti hann afar beittum tönnum sínum í nef og augabrún Roberts. Í myndbandinu segir hinn ungi dýrafræðingur, á meðan hann þurrkar blóðið úr andlitinu: „Ég fór aðeins of nálægt honum og hann beit mig.“

Steve Irwin var þekktur fyrir fífldirfsku sína en hann komst oft í hann krappann á ferli sínum sem dýralífsþáttastjórnandi en að lokum varð hann að játa sig sigraðan er stingskata stakk hann í hjartað árið 2006 en Steve lést af sárum sínum, aðeins 44 ára að aldri.

Hægt er að sjá atvik feðganna hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -