Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Spurning dagsins: Ef þú værir píkuprump, hvaða píkuprump værir þú?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Spurning dagsins. Ef þú værir píkuprump, hvaða píkuprump værir þú,“ spyr tónlistarmaðurinn góðkunni Daniel Oliver í færslu á Facebook. „Ég væri klárlega físukvak.“

Vísar Daníel Oliver þar skemmti­lega færslu sem Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður og textahöfundur með meiru deildu á Twitter-síðu sinni í vikunni. Þar birtir hann á­kall sem finna má í pistli eftir Veru Sófusdóttir í nýjasta tölublaði Vikunnar og hljóðar svo: „Getur ekki Bragi Valdimar Skúla­son, Kapp­máls­maður og Bagga­lútur, fundið eitt­hvað fal­legt orð í stað píku­prumpsins?“ Bragi skorast að sjálfsögðu ekki undan því og birtir eftirfarandi á twitter:

Klof­söngur & skapa­sköll
skuða­hvinur, láfu­köll.
Tussu­pískur, bar­ma­brak
buddu­ljóð & físu­kvak.
Pík–at­sjú & rifuraul
rjáfur­gola, pjásu­baul.
Kússu­gjálfur, klobba­flaut,
kórpjása & tóna­skaut.
Neðri­bæjar­dirrindí
dalagola, pjallerí.

En þó það máski kveiki krump
— kallast þetta píku­prump.

Óhætt er að segja að þetta hressilega uppátæki Vikunnar hafi vakið mikla athygli og sömuleiðis svar Braga sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Og ekki stendur á svörunum hjá vinum og fylgjendum Daniels á Facebook þar sem fólk keppist nú um að svara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -