Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jón Gnarr er góður á þvottavél: Stærstu stundirnar þegar börnin fæddust og fluttu loks að heiman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Senn rennur út frestur til að safna lágmarksfjölda meðmælenda, ætli maður sér að sækjast eftir því að verða forseti Íslands. Á áttunda tug manna hefur að undanförnu safnað meðmælum en nokkrir hafa nú þegar náð þeim áfanga og eru því gjaldgengir í framboð.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir þeim frambjóðendur sem náð hafa lágmarksfjölda meðmæla, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör frambjóðendanna vera birt á næstu dögum.

Jón Gnarr ríður á vaðið en í svörum hans má sjá ýmislegt áhugavert. Þar kemur meðal annars fram að uppáhalds bók hans er rússneska skáldsagan Meistarinn og Margaríta eftir Mikael Bulgakov og að Þórbergur Þórðarsson er hans helsta fyrirmynd í lífinu.

Hér má lesa svör Jóns:

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Ég elska skóga; Heiðmörk, Skorradal, Kjarnaskóg og auðvitað Hallormsstað. Svo er ég mjög svag fyrir Þingvöllum.

- Auglýsing -

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Já mér finnst það nokkuð opið.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

- Auglýsing -

Þær grundvallarreglur sem gilda um stjórn og skipulag íslenska ríkisins finnst mér í heildina skýrar; þrískipting ríkisvaldsins, þingræðisreglan og þingræðið sem grundvallað er í stjórnarskrá Íslands. Alþingi hefur gert breytingar á stjórnarskránni til að skerpa á ákvæðum og forðast misskilning. Ég vona að sú vinna haldi áfram. Nýja stjórnarskráin er svo önnur og stærri umræða.

Hver er þinn uppáhalds forseti?

Frú Vigdís Finnbogadóttir. Hún hefur verið mér fyrirmynd í lífinu.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Ég er ekkert viss um það. Mér finnst ánægjulegt hversu mörg bjóða sig fram og finnst það merki um heilbrigt lýðræði. Mér sýnist líka flest eiga í fullu fangi með að uppfylla þann meðmælendafjölda sem krafist er og átta mig ekki alveg á tilgangi þess að fjölga þeim.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Þórbergur Þórðarson.

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Ég held að Ormurinn langi í flutningi Færeyinga á Ólavsvöku sé það flottasta lag sem ég hef heyrt.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Já, það hef ég gert en mæli ekki með því.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Já, það tel ég.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Þegar börnin mín fæddust og líka þegar þau fluttu loks að heiman.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Að ekkert minna barna skyldi leggja fyrir sig öldrunarlækningar.

Fallegasta ljóðið?

Völuspá. Enda eitt fegursta kvæði í heimi.

Besta skáldsagan?

Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakof.

Hvað er það besta við Ísland?

Fólkið.

Kanntu á þvottavél?

Já, ég er meira að segja mjög góður á þvottavél

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Að við höldum alltaf tryggð við sögu okkar, menningu og tungu.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Hann á að vera sameiningarafl fyrir fólkið í landinu.

Borðarðu þorramat?

Já með mikilli lyst. Hákarl er sælgæti.

Ertu rómantísk/ur?

Já og nei. Mér finnst ég mjög rómantískur en Jógu konunni minni finnst ég mætti bæta mig.

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?

Gefa mér tækifæri á að gera gagn og leggja mitt af mörkum til landsins sem ég elska.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -