Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Stefán kærir líka RÚV:„Þó langt sé um liðið er rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð vegna þessa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stefán Pálsson gerði góðlátlegt grín að kæru Kristjáns Hreinssonar skálds, á hendur RÚV vegna meðferðar Ríkisútvarpsins á tungumálinu en sagt var frá kærunni í morgun. Stefán vill kæra RÚV líka en af allt annarri ástæðu.

Sagnfræðingurinn og spékarlinn Stefán Pálsson skrifaði í dag Facebook-færslu þar sem hann gerir góðlátlegt gys að kæru Skerjafjarðaskáldsins sem er síður en svo sáttur við aukna notkun hvorugkyns orða hjá ríkismiðlinum og að dregið sé úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari. Stefán segist ætla að kæra RÚV en ástæðan er heldur sérstök en skiljanleg fyrir þá sem eru af sömu eða svipaðri kynslóð og sagnfræðingurinn.

Stefán, sem og fjölmargir nördar á hans aldri, muna eftir því þegar RÚV keypti BBC-þættina Þrífætlingarnir (e. The Tripods) árið 1987, til sýningar, vitandi að framleiðslu þáttanna hafi verið hætt eftir aðeins tvær þáttaraðir. Biturleikinn kraumar enn í aðdáendum þáttanna hér á landi, sem og í Bretlandi. Og nú er sem sagt kominn tími á að einhver beri ábyrgð á þessu.

Hér má lesa „fréttatilkynningu“ Stefáns:

„FRÉTTATILKYNNING

KÆRA VEGNA LÖGBROTA RÍKISÚTVARPSINS
Á næstu dögum mun ég, Stefán Pálsson sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, senda Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra kæru.
Kæran er vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að taka árið 1987 til sýninga bresku ungmennaþættina um Þrífætlingana, þrátt fyrir að stofnuninni hafi um þær mundir verið kunnugt að BBC hefði ákveðið að hætta framleiðslu þeirra eftir tvær þáttaraðir af þremur. Það var gríðarlegt áfall fyrir margan barnshugann þegar seinni þáttaröðinni lauk og útlit var fyrir að hinn illi her geimverukúgaranna hefði náð að ráða niðurlögum andspyrnuhreyfingarinnar og dæmt mannkynið þar með til ævarandi þrældóms og kúgunnar. Hafði hatrið sigrað?
Ljóst er að með þessari framkomu sinni braut Ríkisútvarpið gegn mikilvægum kúnnahópi og þeim sem varnarlausastan má telja. Þó langt sé um liðið er rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð vegna þessa.
Kær kveðja,
Stefán Pálsson“

Þættirnir gladdi unglinga en skelfdi krakka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -