Sagnfræðingurinn og spékarlinn Stefán Pálsson skrifaði í dag Facebook-færslu þar sem hann gerir góðlátlegt gys að kæru Skerjafjarðaskáldsins sem er síður en svo sáttur við aukna notkun hvorugkyns orða hjá ríkismiðlinum og að dregið sé úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari. Stefán segist ætla að kæra RÚV en ástæðan er heldur sérstök en skiljanleg fyrir þá sem eru af sömu eða svipaðri kynslóð og sagnfræðingurinn.
Stefán, sem og fjölmargir nördar á hans aldri, muna eftir því þegar RÚV keypti BBC-þættina Þrífætlingarnir (e. The Tripods) árið 1987, til sýningar, vitandi að framleiðslu þáttanna hafi verið hætt eftir aðeins tvær þáttaraðir. Biturleikinn kraumar enn í aðdáendum þáttanna hér á landi, sem og í Bretlandi. Og nú er sem sagt kominn tími á að einhver beri ábyrgð á þessu.
Hér má lesa „fréttatilkynningu“ Stefáns:
„FRÉTTATILKYNNING