Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stefán vill stofna B-landslið í knattspyrnu: „Ég myndi ekki missa af slíkum leik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stefán Pálsson vill stofna B-landslið í fótbolta.

Sagnfræðingurinn og spéfuglinn Stefán Pálsson er mikill knattspyrnuáhugamaður en í gær viðraði hann nokkuð áhugaverða hugmynd. Nefnilega að stofna B-landslið eins og þekkist víða.

„Eigum við að stofna B-landslið?

Ísland á nokkra landsleiki gegn B-liði Englands. Ég held að sá síðasti hafi farið fram um 1990. Enska B-landsliðið hefur ekki komið saman í nokkur ár, en það var skipað leikmönnum úr neðri deildunum (B-, C- og D-deild). Hins vegar hefur C-landslið Englands leikið allnokkra leiki síðustu árin, en það er skipað leikmönnum úr utandeildinni. C-landsliðið hefur verið að spila við t.d. evrópsk ungmennalandslið, Gíbraltar og óopinber landslið eins úrvalslið Jersey.“

Þetta segir Stefán í Facebook-færslu en segist hann hafa dottið þetta í hug eftir að hafa hlustað á útvarpsþátt þar sem stillt var upp „úrvalsliði Lengjudeildarinnar“.

„Eftir að hafa hlustað á Fótbolta-punktur-net útvarpsþáttinn þar sem stillt var upp „úrvalsliði Lengjudeildarinnar“ velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki að mynda B-landslið? Tilvalið verkefni fyrir slíkt landslið væri að keppa við grænlenska landsliðið, bæði heima og heiman. Ég myndi ekki missa af slíkum leik.“

Nú er bara spurningin, hvar er undirskriftarsöfnunin?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -