Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Steinunn Ólína kýs aldrei taktískt: „Mér dettur það bara ekki í hug!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir dettur ekki til hugar að kjósa með það í huga að klekkja á öðrum.

Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ekki alltaf finna nákvæman samhljóm með hugsjónum hennar, þegar hún velur sér flokk til að kjósa. Segist hún leita eftir því sem hún trúir að komi henni og öðrum fyrir bestu. Facebook-færla hennar hefst á eftirfarandi hátt:

„Þegar ég nýti kosningarétt minn er ekki alltaf að finna nákvæman samhljóm eða samröddun með mínum hugsjónum, bænum og óskum. Ég leita eftir því sem kemst næst því og vel það sem ég trúi að sé mér og öðrum fyrir bestu.

Ég myndi aldrei velja eitthvað það sem mér líkar ekkert sérstaklega vel við eða til þess eins að klekkja á öðrum. Mér dettur það bara ekki í hug!
Ég trúi því bókstaflega að með því að setja fram óskir mínar eftir bestu getu og með hjartanu, með því að kjósa þau sem ég finn mestan samhljóm með hið innra þokist heimurinn í rétta átt.“

Að lokum segir hún að hennar lið þurfi ekki að sigra.

„Mitt lið þarf ekki að sigra. Markmiðið er ekki sigur heldur skref í rétta átt.
Að ógleymdri sáttinni við sjálfan sig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -