Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Steinunn Ólína orti tækifærisgaldur gegn laxeldi fyrir norðan: „Ratið út villusauðir!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir orti tækifærisgaldur gegn áformum um uppsetningu eldisstöðva á Norðurlandi, og birti á Facebook.

Leikkonan og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti í morgun magnþrungna vísu eða tækifærisgaldur eins og hún orðað það. Þar mótmælir hún eldisstöðvum sem setja á upp víða á Norðurlandi með tilheyrandi mengun og raski.

Hefst færsla hennar á eftirfarandi hátt:

„Nú er horfið Norðurland

Það á að breyta Siglufirði, Ólafsfirði, Héðinsfirði og Eyjafirði í eldisstöð fyrir 20 þúsund tonn af laxi. Þar á að framleiða næstum eitt prósent af öllum laxi sem er étinn í heiminum. Fylla Siglufjörð, Ólafsfjörð, Héðinsfjörð og Eyjaförð af úrgangi úr hundraðasta hverjum laxi sem fæðist á jörðinni. Hundrað og þrítugasta hverjum, ef við viljum vera nákvæm. Norðlendingar eignast 0,7% af öllum laxaskít á jörðinni.“

Steinunn Ólína fer því næst í útreikninga og sýnir hversu lítill ágóðinn er fyrir íbúa á svæðinu:

- Auglýsing -

„Í staðinn er íbúum á svæðinu lofað 10,1% af öllum arðgreiðslum af laxeldinu í sameiginlega sjóði til að mennta börnin, hýsa gamalmennin, reka menningarmiðstöðvar, stofur og setur. Ef allt gengur að óskum þýðir þetta að 30.000 íbúar fá um 200 milljónir á ári í sinn hlut á hverju ári upp úr 2030. Það eru 6500 krónur á mann. Einn bröns á Cafe Berlín á Akureyri, þrjú korter hjá grunnskólakennara eða ein bleik Smiley World Cheerful Moments skólataska fyrir leikskólabarn. 6500 krónur á mann.

Í þessu ljósi orti ég tækifærisgaldra til hversdagsbrúks fyrir landa mína.

Best er að mæla þá af munni fram með hægð að morgni dags.

- Auglýsing -

Og hér svo lesa galdurinn:

 

Hættið, hlustið,

helgar meyjar,

hetjur allar,

vættir, vinir,

um veröld alla.

Heyrast látið hávær köll

svo hlíðar muni skjálfa,

heitið svo á hellatröll

að hirta þessa bjálfa.

Nú kalla ég á lóminn!

Litlu kærleiksblómin!

Bölvaður heimsósóminn!

Tófur allar takið þá

bítið þá og bergið á.

Hjarnið kalt,

veðrið svalt

ullarlagður vakir á vír.

vís er dauðinn dýr,

vís er dauðinn dýr.

Enginn það tekur

sem lífið vekur,

nema fíflið og fáninn,

kjáninn og bjáninn.

Með borða um hjartað bittu það!

blíðan mín góð.

Fóstraðir fiskar

falskir um fljúga

firðirnir fúlna

farið þá allt.

Ættkvíslir skarast

fyrnast, farast

allt er í heimi hallt

horfið allt.

Ræflarnir rupla,

gírugir greiða,

sveitunga svíkja,

undirmenn strýkja,

berjast munu bræður

bóndinn engu ræður

Megi þeir víkja

Megi þeir víkja

Engir munu elska þá sem Íslandsbörnin svíkja

Sjúkir vilja selja roðið

svöngum er til veislu boðið

helsjúkt, marið, svellt og pínt

fyrir glópagullið fínt

Megi þeir víkja

Megi þeir víkja

Engir munu elska þá sem Íslandsbörnin svíkja

Birtist ekki landið

Í blóðinu þínu?

Sérðu ekki sálina

í sandkorni fínu?

Hvernig lækurinn rennur,

árnar sig belgja,

vormóinn syngur,

foldarskart brennur.

Aldan rís

aldan hnígur

sólin rís

sólin sígur.

Hvert dagmál er bæn!

um líf, um líf!

Norðurlandið napurt

nakta Vanadís!

Mikið er það dapurt

meðtak ei þennan prís!

Barið er þitt blíða

bros og gullið tár

gylliboðin bíða

blóðs í þúsund ár!

Lifandi eða dauðir!

Ratið út villusauðir!

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -