Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Stephanie Beatriz söng „Waiting on a Miracle“ í miðjum hríðum: „Ég ákvað bara að krossa fingur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan skemmtilega, Stephanie Beatriz, sem íslenskir áhorfendur þekkja sennilega helst úr Brooklyn Nine-Nine gamanþáttunum en þar leikur hún hörkutólið Rosa Diaz, segir í viðtali við Variety þar sem hún segir frá ótrúlegu leyndarmáli. Svo virðist sem hún sé hið mesta hörkutól í alvörunni.

Stephanie lék Mirabel í hinni geysivinsælu teiknimynd Encanto frá Disney samsteypunni. Var hún kasólétt þegar tökur stóðu yfir. Í hinu tilfinningaríka lagi „Waiting on a Miracle“ segist Stephanie hafa verið í miðjum hríðum en ekki þorað að segja frá því af ótta við að fólk myndi missa vatnið, ef svo má að orði komast, af stressi. Hún lét sig hafa það og söng lagið í heild sinni. Segir hún í viðtalinu að þessi reynsla hafi verið ómetanleg.

„Ég var búinn að vera að fá smá samdrætti þegar við áttum að taka upp þann dag. Þannig að ég ákvað bara að krossa fingur og vona að ég næði að klára lagið áður en barnið kæmi út!“ Dóttirin Rosaline kom í heiminn daginn eftir.

Stephanie Beatriz með Rosaline.
Ljósmynd: Instagram skjáskot

Byron Howard, leikstjóri teiknimyndarinnar sem ræddi einnig við Variety, sagði að hann hafi vitað að það færi að koma að fæðingu hjá Stephanie en viðurkenndi að hann hafi ekki vitað að það væri svona svakalega stutt í hana.

„Við vissum að hún var mjög, mjög, mjög, mjög tilbúin að eignast barnið, en hún sagði okkur ekki að hún væri alveg svona líka tilbúin að eignast það,“ sagði leikstjórinn.

Hér fyrir neðan má heyra sönginn fagra:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -