Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Stewart grét er hann tilkynnti andlát fjölskylduhundsins: „Hann var tilbúinn. En ég var það ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jon Stewart brotnaði niður við upptökur á þætti sínum The Daily Show í fyrradag en þar tilkynnti hann að fjölskylduhundurinn Dipper, væri dáinn.

Grínistinn Jon Stewart, sem snéri nýlega til baka sem stjórnandi The Daily Show, eftir að hafa stigið til hliðar árið 2015, hélt tilfinningaþrungna ræðu um hundinn sinn Dipper, sem lést á sunnudaginn. Sagði hann frá andlátinu í lok þáttarins en átti erfitt með sig.

Sagði Stewart frá því hvernig fjölskyldan eignaðist Dipper en hann fengu þau í dýraathvarfi í New York fyrir um 13 árum síðan en hundurinn hafði misst einn fótinn þegar hann varð fyrir bíl. Börn Stewarts stungu upp á að selja bollakökur fyrir utan dýraathvarfið til að safna pening fyrir það en Dipper var þá aðeins um árs gamall en honum var stillt upp hjá þeim á sölubásnum. Þau tóku svo hundinn með sér heim. Þegar Stewart segir frá því, byrjuðu tárin að flæða niður kinnar hans og hann sló í borðið og sagðist hafa haldið að hann næði að komast lengra inn í söguna, áður en hann brotnaði saman.

„Og í heimi góðra stráka, var hann sá besti,“ sagði Stewart um leið og hann barðist við tárin. „Hann kom með í The Daily Show, á hverjum degi. Hann var partur af hundagengi þáttarins, Parker, Quali, Dipper, Riot. Og Dipper beið. Og við komum og tókum upp og Dipper beið eftir að ég kláraði.“

Sagði hinn 61 árs grínisti að Dipper hefði hitt þau öll, leikara, rithöfunda, forseta og konunga. „Og hann gerði eitt sem Talibönum tókst ekki,“ sagði hann og hélt áfram, „honum tókst að hræða Malala Yousafzai.“ Sýndi hann þá klippu af því er Dipper gelti að pakistönsku baráttukonunni, sem var ekkert voðalega vel við það.

Eftir að myndskeiðið kláraðist sagði Stewart, með erfiðismunum, að Dipper hefði dáið á sunnudaginn. „Hann var tilbúinn. Hann var þreyttur. En ég var það ekki,“ sagði Stewart og áfram hélt hann, „Og fjölskyldan, við vorum öll saman, sem betur fer, við vorum öll með honum. En maður minn, ég óska þess að einn daginn finnið þið þannig hund, hund sem er bestur.“

- Auglýsing -

Lauk hann svo þættinum á sama máta og alltaf og sagði: „þín Zen stund (e. Your Moment of Zen,“ og birti myndband af Dipper leika sér í snjónum.

Hið hjartnæma myndskeið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -