Miðvikudagur 26. febrúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Stórtónleikar í Háskólabíói til styrktar verkefninu Gervifætur til Gaza – Bubbi frumflytur nýtt lag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Laugardaginn 1. mars klukkan 14:00 verða haldnir stórtónleikar í Háskólabíó til styrktar verkefninu Gervifætur til Gaza. Þar mun meðal annars Bubbi Morthens frumflytja glænýtt lag.

Þeir tónlistamenn sem koma fram á tónleikunum eru Bubbi Morthens, GDRN, Friðrik Dór og Jón Jónssynir, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Systur og FLOTT.

Í viðburðarlýsingunni á Facebook kemur fram að Bubbi muni frumflytja nýtt lag á tónleikunum en ágóðinn af miðasölunni rennur í verkefnið Gervifætur til Gaza. Verkefnið var stofnað í samstarfi Össurar Kristinssonar og Félagsins Ísland-Palestína en frá árinu 2009 hafa verið farnar nokkrar fætur með efni í gervifætur sem Össur heitinn hannað. Fór hann sjálfur í fyrstu ferðina með gervifætur til Gaza. Í viðburðarlýsingunni segir ennfremur:

„Sjaldan hefur þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu verið meiri á Gaza en nú eftir stanslausar sprengjuárásir síðustu 15 mánuði. Þúsundir barna og fullorðinna hafa misst útlimi og þarfnast gervilima. Félagið Ísland-Palestína stefnir á að senda hið fyrsta stoðtækjasmið til Gaza og efni í gervifætur fyrir 100 börn og 100 fullorðna. Félagið mun njóta velvildar og stuðnings Össurar ehf. til að hrinda þessu verkefni af stað að nýju.“

Miðaverð á tónleikana er 5.900 krónur en einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína: Kt. 520188-1349 Banki: 542-26-6990

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -