Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sturla Atlas á fullu í Þjóðleikhúsinu: „Og með ýmsa aðra hluti í pípunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurbjartur Sturla Atlason er afmælisbarn dagsins en hver er það gæti einhver spurt sig. Nú auðvitað er það Sturla Atlas, rappari og leikari en hann á stórafmæli í dag en þrjátíu sinnum hefur jörðin snúist í kringum sólina á hans lífstíð.

Sturla var kosinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016 en hann er með þekktari röppurum landsins og hefur gefið út tónlist sjálfur og í félagi við aðra tónlistarmenn. Þá er hann einnig leikari og hefur komið víða við í þeim bransa. Hefur hann leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og á leik- og óperusviði.

Mannlíf heyrði í Sturlu og spurði hann hvað hvort hann ætlaði að fagna deginum og þá hvernig:

„Ég ætla að njóta dagsins með mínum nánustu og borða góðan mat,“ svaraði afmælisbarnið.

Þegar Sturla var spurður um það hvað væri framundan hjá honum var hann nokkuð dularfullur í svörum og vildi ekki gefa frekari svör. Aðdáendur verða því að bíða spenntir eftir frekari fregnum um næstu verkefni kappans:

„Ég er að leika í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir og með ýmsa aðra hluti í pípunum.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Sturlu innilega til hamingju með stórafmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -