Sunnudagur 15. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sturtuvenjur geta sagt sitthvað um persónuleika þinn – Hvaða líkamshluta þværðu fyrst?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumir vilja meina að það hvaða líkamshluta fólk velur að þvo fyrst þegar í sturtuna er komið, geti gefið ákveðnar vísbendingar um persónuleika þess.

Í dag má segja að offramboð sé af hinum ýmsu persónuleikaprófum og greiningum. Eitt próf getur svarað þeirri mikilvægu spurningu hvaða persónu í Harry Potter þú líkist mest, á meðan annað vísindalegra próf flokkar þig niður í einn af 16 persónuleikum og svarar þannig öllu sem þú þarft að vita til þess að finna hamingju og tilgang. Þægilegt, ekki satt?

Þótt hér verði látið vera að leggja mat á gagnsemi slíkra prófa er í það minnsta ljóst að fólk hefur þónokkurn áhuga á sjálfu sér og elskar að láta greina sig, með einum eða öðrum hætti.

Allt sem við gerum, meðvitað og ómeðvitað, getur gefið vísbendingu um þankagang okkar og þá manneskju sem við höfum að geyma, eins og ótal lítil púsl verða að einni heildarmynd.

Það ætti svo sem ekki að koma á óvart að einhverjum hafi dottið í hug að greina persónuleika fólks út frá sturtuferðum. Við eigum jú flest einhverja ófrávíkjanlega siði í kringum slíkt, að minnsta kosti þegar vel er að gáð.

Einhverjir eru á því að sá líkamspartur sem fólk þvær fyrst þegar það fer í sturtu geti gefið ákveðnar vísbendingar um persónuleika þess, enda sé það að setja þann líkamspart í forgang og leggja áherslu á hann. India Times tóku saman eftirfarandi lista.

- Auglýsing -

Hvar þværð þú þér fyrst? Skoðum málið nánar.

 

- Auglýsing -

1. Andlit

Ef andlitið er það fyrsta sem þú þværð þegar þú ferð í sturtu, gefur það til kynna að þú leggir töluverða áherslu á það hvernig þú kemur fyrir og hvernig aðrir sjá þig. Þú átt það til að velta þér of mikið upp úr því hvað öðrum finnst um þig og það getur vakið hjá þér áhyggjur og kvíða. Þú átt það til að vera hörundsár og finnst erfitt að mistakast, jafnvel þótt um lítilvægt atriði sé að ræða.

2. Handakrikar

Ef þú setur handakrikana í forgang ertu líklega vinsæll og félagslyndur einstaklingur. Þú ert traustur og þekktur fyrir að standa með vinum þínum. Tilfinningar þínar gagnvart öðru fólki eru ýktar; annað hvort elskarðu eða hatar. Það er lítið um grá svæði í lífi þínu. Þú ert með fallegt hjartalag.

3. Axlir/háls

Ef þú þværð axlirnar og hálsinn fyrst eftir að í sturtuna er komið, ertu líklega metnaðargjarn. Þú skarar gjarnan fram úr í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert ákveðinn einstaklingur og sækist eftir því sem þú vilt; ekkert verkefni er of stórt. Þú trúir því að með vinnusemi séu allir vegir færir. Þú átt það til að verða fangi eigin metnaðar og finnst þú stundum vera að sligast undan eigin draumum og væntingum. Þú ert mikil keppnismanneskja og vilt ávallt vera skrefinu á undan.

4. Bringa

Þvoir þú bringuna á þér fyrst ertu að öllum líkindum sjálfsöruggur einstaklingur sem líður vel í eigin skinni. Ákveðni og sjálfstæði einkennir þig. Þú ert fæddur leiðtogi, kemur til dyranna eins og þú ert klæddur og þolir ekkert hálfkák.

5. Kynfærasvæði

Ef kynfærasvæðið er sá staður sem þú þværð fyrst í sturtunni, gefur það til kynna að þú sért feiminn og haldir þig dálítið til baka. Þú lætur fólk ef til vill stundum ráðskast með þig og átt erfitt með að standa klár með eigin sannfæringu. Þú ert einlægur og umhyggjusamur einstaklingur í kjarna þínum, en það getur tekið fólk tíma að komast inn fyrir varnarveggi þína.

6. Handleggir/fótleggir

Ef þú þværð handleggi eða fótleggi fyrst gefur það vísbendingu um hógværð. Þú kemur líklega fyrir sem kurteis og sýnir auðmýkt. Þú ert öruggur með þig og átt auðvelt með að tjá skoðanir þínar.

Mynd: Shutterstock

7. Bak

Ef bakið er sá líkamshluti sem þú setur í forgang gefur það til kynna að þú farir almennt varlega og treystir engum í blindni. Bakið táknar meðvitund. Þú ert að öllum líkindum innhverfur einstaklingur sem kýs einveru fram yfir mikil félagsleg samskipti í hóp.

8. Hendur

Það að þvo hendur sínar fyrst gefur til kynna andlegan styrk. Þú ert með sterka réttlætiskennd og stendur með því sem þú telur rétt, án þess að hafa áhyggjur af útkomunni hverju sinni. Þú myndir seint teljast diplómatískur, heldur stendur þú fast á þínu og kemur til dyranna eins og þú ert klæddur. Þú átt ekki erfitt með óvissu og trúir á sameiningu og samtakamátt.

9. Hár

Ef þú þværð hár þitt fyrst af öllu í sturtunni ertu líklega dálítið upptekinn af því að hafa hlutina í röð og reglu. Það er mikilvægt fyrir þig að vera við stjórnvölinn og óvissa hentar þér illa. Þú ert með sterkar skoðanir og hefur eitthvað að segja um flest sem kemur upp. Þú ert skipulagður einstaklingur sem á auðvelt með tímastjórnun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -