Gunna Dís átti frábæra helgi sem byrjaði í raun á afmæli hennar á fimmtudagsmorguninn en þessi þjóðargersemi varð þá 45 ára.
Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er alltaf kölluð, þótti bera af í þokka þar sem hún kynnti fyrstu fimm lögin í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardagskvöld, ásamt Hraðfréttamönnunum Benedikt og Fannari. Fyrir helgina fagnaði hún 45 ára afmæli sínu en óhætt er að segja að hún beri aldurinn afar vel. Í tilefni af afmælinu sungu óperusöngvararnir Gissur Páll Gissurarson og Bergþór Pálsson afmælisönginn, auk annarra sem á svæðinu voru, fyrir Gunnu Dís sem gat vart verið ánægðari.
Birti Gunna Dís færslu á Instagram þar sem hún segir frá helginni og birti vel valdar ljósmyndir frá laugardalskvöldinu sem og myndskeið af afmælissöngnum. Við færsluna skrifaði Gunna Dís:
„“MotherFokkin Gunna Dís orðin 45 ára” sagði ellefu ára sonur minn við mig á fimmtudagsmorguninn þegar hann skreið upp í rúm til mín til að knúsa mig á afmælisdaginn. Ekki amaleg byrjun á langri helgi sem ég eyddi í stórkostlegum félagsskap upp í Gufunesi þaðan sem við sendum út fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar.“
View this post on Instagram