Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir deilir með fylgjendum sínum nýju hárgreiðslutrendi, á samfélagsmiðlinum Instagram. Með myndskeiðinu ritar hún:
„Að vera með sömu hárgreiðslu, svo enginn þekki okkur í sundur.“
Því næst sjáum við Sunnevu sjálfa með tvær bleikar klemmur í hári og svo hvolpinn hennar, Rómeó, með eins klemmur. Hvolpur Sunnevu er Golden retriever sem er ein vinsælasta hundategundin hérlendis og Norður Ameríku. Hundinn á hún með unnusta sínum Bensa Bjarnasyni, sem er sonur Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra.
Fjölmargir hafa líkað við færsluna og er vert að geta að Rómeó á sína eigin Instagramsíðu sem rúmlega 500 manns fylgja.
View this post on Instagram